Snjólaust á láglendi

Í morgun var jörđ talin alauđ á Tjörn í Svarfađardal en ţađ er ein af sárafáum veđurstöđvum á landinu ţar sem jörđ var ekki orđin alauđ eftir hlýindi síđustu daga. 

Hugsanlega er jörđ ekki alauđ í Fljótum en ţađan hafa ekki komi upplýsingar um snjóalög nokkra síđustu daga en ţegar síđast fréttist var ţar flekkótt. Annars stađar er einfaldlega alauđ jörđ á landinu á veđurstöđvum nema í Svartárkoti ţar sem jörđ er flekkótt. Stöđin sú er í 405 metra hćđ yfir sjó. Á Grímsstöđum á Fjöllum, í 390 metra hćđ, hefur jörđ veriđ alauđ í nokkra daga. Kannski vćri hćgt ađ leika ţar golf!

Nú eru kuldaskil vćntanleg yfir landiđ og búast má viđ ađ ţá snjói sums stađar.

En merkilegt er ţetta snjóleysi svo seint í nóvember.

24:11: Í morgun var alauđ jörđ í Fljótum og er ţví alls stađar snjólaust á snjóathugunarstöđvum nema hvađ flekkótt er í Svartárkoti.


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Linnulausir góđviđrisdagar

Síđasti veđurpistill, en ţeim er nú fariđ ađ fćkka undanfariđ hvađ sem verđur, var um hlýja daga seint í september í Reykjavík. Síđan hafa komiđ ýmis góđir dagar eftir árstíma ţó ţeir hagi sér ekki alveg eins og dagar í september. 

Í október, sem í heild var ekki sérlega hlýr, var sá sjöundi hlýjasti ađ međalhita ţann dag í Reykjavík, 11,8 stig sem ţćtti ágćtt um hásumariđ. Og dálítiđ sást til sólar. Hámarkshitinn ţann dag var líka dagsmet, 14,9 stig. Ţann 9. október skein sólin í höfuđborginni jafn lengi og hún hefur mest skiniđ áđur, í níu og hálfa klukkustund. Daginn áđur munađi um hálftíma ađ sólskins dćgurmet ţess dags yrđi slegiđ.

Fyrsta nćturfrostiđ kom ţann 12. október -1,7 stig. Síđast í vor fraus 17. apríl og frostlausi tíminn var ţví 178 dagar.

Fyrst varđ alhvítt í haust 21. oktober og var ţá snjódýpt í borginni 12 cm sem er fremur í meira lagi eftir árstíma. Snjór var líka daginn eftir en svo ekki meira. Snjólausi tíminn, alauđ jörđ,  var frá 29. mars eđa í 207 daga. Frostlausi tíminn er sá lengsti síđan 1941, ţegar hann var 186 dagar og 1939 ţegar frostlausu dagarnir milli vors og hausts voru 201. Snjólausu dagarnir núna milli vors og hausts voru hins vegar ađeins fáum dögum fleiri en međaltal svona síđustu 70 ára.  

Ţađ sem af er nóvember hafa fjórir dagar í Reykjavík slegiđ dagshitamet ađ međalthita, sá 13. međ 10,6 stig, 15. međ 9,8 stig, 19. međ 9,3 stig og í gćr 9,1 stig. Ţann 15. skein sólin meira ađ segja í 4,1 eina klukkustund. Ţann dag komst hámarkshitinn 11,5 stig sem er met fyrir ţann dag. Reyndar voru slegin hámarkshitamet hvern dag 12.-15.nóvember og auk ţess ţann 20. (sjá fylgiskjaliđ). Aldrei áđur síđan byrjađ var ađ mćla hefur hámarkshiti í nóvember, eins og ég ákvarđa hann, náđ tíu stigum fjóra daga í röđ eins og nú í borginni. Og ţó mánuđurinn sé ekki liđinn eru dagar međ tíu stiga hámarkshita í Reykjavik orđnir 7 og hafa ađeins veriđ fleiri í öllum nóvember árin 2011 og 1945 en ţá voru ţeir 9. Nóvember 1945 er sá hlýjasti sem mćlst hefur í Reykjavik, međ međalhita upp á ótrúleg 6,1 stig.

Mánuđurinn í heild er núna kominn í 5,7 stig í Reykjavík ađ međalhita og hefur ađeins veriđ hlýrra fyrstu 21. dagana árin 2011, 6,5 stig og 1945, 7, 6 stig. Á Akureyri er međalhitinn víst í 10. hlýjasta sćti ţessa daga. 

Auk fylgiskjalsins er hér skjal sem sýnir síđasta vorfrost og fyrsta haustfrost og síđasta alhvítan dag ađ vori og ţann fyrsta ađ hausti í Reykjavík mörg ár aftur í tímann.   


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Grimmd og ódrengsskapur valdsins

Ég hef ekki haft mig neitt í frammi varđandi ţetta lekamál en fylgst međ umrćđunni og alltaf haft nokkra samúđ međ innanríkisráđherra ţrátt fyrir hennar mistök á ýmsum sviđum. Umrćđan hefur vissulega á köflum veriđ hörđ - reyndar á alla kanta - en líka oft og tíđum málefnaleg og ekki hörđ. Ýmislegt kemur auđvitađ fram um jafn mikiđ rćtt málefni.

Ţessi túlkun forsćtisráđherra er hins vegar verulega hrollvekjandi í einsýni sinni og grimmileik.

Og allir ráđamenn og ţeir sem ađ málinu hafa komiđ af valdsins hálfu hafa ekki einu sinni haft fyrir ţvi ađ nefna nafn ţess manns sem var eina fórnarlambiđ, Tony Osmos.

Ţađ er óhugnanlegt ađ vita af valdinu svona algjörlega skeytingarlausu og virđingarlausu um venjulegt fólk. 

Forsćtisráđherra er ekki ţess verđur ađ binda skóţveng Tony Osmos.

 


mbl.is Ţjóđin lćri af lekamálinu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband