Hlýjasti dagur mánaðarins var í gær

Í gær var hlýjasti dagur mánaðarins. Landsmeðalhiti var 8,7 stig.

Í Reykjavík var sólarhringsmeðaltalið það hæsta síðan a.m.k. 1948 eða 9,4 stig og hámarkshitinn, 12,1 stig, var einnig sá mesti á sama tíma. Og sólin skein í hálfa þriðju klukkustund.

Ekki að furða þó David Cameroon hafi verið með flakandi um hálsinn í sjónvarpsviðtali niður við gömlu Reykjavíkurhöfn!

Meðalhiti mánaðarins er nú orðinn meiri í Reykjavík en á Akureyri en lengi framan af var því öfugt farið. Enn er þó hlýjast á austurlandi.

Og mánaðarhitinn ætlar að verða vel yfir meðallagi á landinu, gömlum jafnt sem nýjum.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Fyrsta haustfrost í Reykjavík

Í gærkvöldi um áttaleytið fór að frjósa í Reykjavík og varð frostið i nótt mest -3,8 stig. Ef við dagsetjum frostið í dag, 26. október, til sæmræmis við mælihætti Veðurstofuunnar hefur frostlausi tíminn verið 166 dagar en meðaltalið á þessari öld er 149 dagar. Síðast fraus í vor 12. maí í Reykjavik.

Meðalhitinn á Akureyri í gær var undir frostmarki, -1,1, stig, i fyrsta sinn síðan 8. maí. Dagurinn í dag mun einnig verða undir frostmarki að meðalhita í Reykjavík en það gerðist síðast þar 27. apríl. 

Meðalhitnn á landinu fellur auðvitað þessa köldu daga en góðum hlýindum er spáð á miðvikudaginn og svo áfram alveg sæmilegt til mánaðarloka. Oktober mun því standa sig nokkuð vel hvað hitann varðar.  

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Fyrsti snjór á Akureyri og víðar

Fyrsti snjórinn í haust á Akureyri var í morgun. Þar var alhvítt en snjódýpt 1 cm. Víða við Eyjafjörð var alhvit jörð, allt upp í 7 cm á Þverá í Dalsmynni.

Alhvítt var einnig í morgun á nokkrum öðrum stöðum víðs vegar um landið, þar með talið 2 cm á Keflavíkurflugvelli og 4 cm á Vogsósum. Mestur er snjórinn þó eins og síðustu daga í Svartárkoti 27 cm og á Mýri í Bárðardal, 15 cm. 

Hér og hvar á landinu var jörð flekkótt af snjó, eins t.d. í Reykjavík.

Alautt er svo víða við Breiðafjörð nema í Dölum,á Vestfjörðum, norðvesturlandi og suðausturlandi. Á suðurlandi er flekkótt við ströndina en snjólaust inn til landsins. E

Enn hefur ekki mælst frost í Reykjavík. 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Úrkomumusamur október það sem af er en víða hlýr

Úrkoman í Reykjavík það sem af er mánaðar er nú komin í 137 mm. Það er einfaldlega meiri úrkoma en áður hefur mælst þar fyrsta 21 dag októbermánaðar frá því Veðurstofan var stofnuð 1920 og einnig þau ár sem októberúrkoma var mæld í bænum á vegum dönsku veðurstofunnar, árin 1886-1906. Úrkoma hefur fallið hvern einasta dag. Næst mesta úrkoma þessa daga var 130,6 mm árið 1936. Október það ár þegar han var allur er reyndar úrkomusamasti október sem mælst hefur í höfuðborginni, 180,8 mm. Minnst úrkoma i Reykjavik þessa daga er 10,8 mm í október 1966 sem þegar upp var staðið var sólríkasti október sem þar hefur mælst en ansi kaldur.

Enn eru 10 dagar eftir af mánuðinum og þarf úrkoman að verða 51 mm til að jafna úrkomuna árið 1936. 

Mest hefur úrkoman verið á vestanverðu landinu og syðst á því.Í Drangshlíðardal undir Eyjafjöllum er úrkoamn komin yfir 400 mm. Á Akureyri er úrkoman hins vegar aðeins 21 mm.

Meðalhitin fyrstu 20 dagana í mánuðinum er 5,7 í Reykjavík sem er ekki nema 0,9 yfir meðallaginu 1961 til 1990 en 0,2 stig UNDIR meðallaginu á þessari öld. 

Öðru máli gegnir um norður og austurland. Á Akureyri er meðalhitinn heil 3 stig yfir meðallaginu 1961-1990. Þar er meðalhitinn 6,3 stig. Dalatangi bætir um betur með meðalhita upp á 7,45 stig, Neskaupstaður með 7,2 en Seyðisfjörður með um 7,5 stig. Á síðast talda staðnum er meðaltal daglegs hámarkshita 11,5 stig. Það væri þolanlegt sumarástand á þeim bæ.

Tiltölulega hlýjast er hins vegar í innsveitum á norðausturlandi og helst til fjalla, allt upp í þrjú stig yfir meðalhita síðustu tíu ára hvað þá annarra ára. Reykjavík er þarna mjög neðarlega á blaði tiltölulega en Mýrdalurinn allra neðst ásamt sveitunum undir Eyjafjöllum.

Menn á netsíðum hefur verið að lofa mjög haustið í Reykjavík þó það sé svona úrkomusamt og hitinn svo sem ekkkrt til að hrópa sérstakt húrra fyrir. En hvorki hefur enn frosið ne snjóað. Og fólk finnur fyrir því. Sjö af októbermánuðum þessarar aldar hafa verið hlýrri fyrstu 20 dagana í Reykjavik og um 28 á árunum 1920 til 2000.Allra hlýjastur þessa daga var október 1959 með 9,5 stig (júníhiti), 1946 með 8,6, 2010 með 8,4 og 1965 með 8,2 stig. Hlýjasti október allur, 1915, var líklega með um 8,4 stig fyrstu 20 dagana en endaði í 7,9 stigum.     

Og nú fer ekki aðeins að kólna heldur er í uppsiglingu eitt af mestu kuldaköstum í október - ef spár ganga eftir. 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Haust

Nú er hiti á láglendi svona 4-9 stig. Hann er nærri meðallagi árstímans. Hitinn um hádaginn  er nær alls staðar undir tíu stigum og hvergi er nærri því að vera frost. Við þetta hitastig á þessum árstíma gæti auðvitað verið rigning og hvassviðri þó svo sé ekki nú.

En það er þetta hitaástand sem kortin sýna sem mér finnst að sé alveg dæmigert  haustveður. Enginn sumarhiti en veturinn samt víðs fjærri. Breytti engu þó hitinn væri tveimur til þremur stigum lægri.

Og haustveðrið í dag sýnir hvílíkt fjarstæða það er að byrja að tala um að komið sé haust í byrjun september eða um miðjan ágúst eða jafnvel upp úr verslunarmannahelgi eins og margir eru þó að segja á hverju einasta ári þó fari að rigna eða hvessa síðsumars með hita víðast hvar vel yfir tíu stigum og kannski hátt upp í tuttugu á stöku stað.

Takið nú vel eftir hvernig haustið hagar sér! 

Það hefur hvorki á sér sumar né vetrarblæ.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband