Fćrsluflokkur: Allt í plati

Bók sem allir verđa ađ lesa

Í gćr keypti ég bók sem ţannig er kynnt á bókarkápu:

Fourteen billion or so years ago, the Big Bang exploded - and it's been downhill from there. For every spectacular discovery throughout history, there have been hundreds of davastating epidemics; for every benevolent despot, a thousand like Vlad the Impaler; for every cup half -full, a larger cup half-empty. This enthralling, enlightening and devilishly entertaining chronicle of disasters and dastardly deeds brings to light the darkest events in histoy and the most abysmal calamities to strike the planet ... so far.

Ég vćnti mér mikil af ţessari bók enda heitir hún The Pessimist´s Guide to History. An irresistible compendium of catastrophes, barbarities, massacres and mayhem - from 14 billion years ago to 2007.

Ég er ađ vísu enginn sérstakur svartsýnismađur - ađeins raunsćr. Einn kunningi minn hefur reyndar lýst mér ţannig ađ ég sé svartsýnasti bjartsýnismađur sem hann hafi ţekkt eđa bjartsýnasti svartsýnismađur. Og ég held ađ mér verđi ekki betur lýst. 

En lesiđ endilega ţessa bók. Hún svíkur engan á fögrum og björtum júnídegi.   


Trúarjátning

Kristindómurinn er afburđa hallćrisleg trúarbrögđ, allt ţetta blóđ Krists, upprisustand og ţrenningarhjal. Ađ ekki sé minnst á fádćma kćrleiksmjálmiđ.

Ég er hallur undir gyđingdóm.

Gamli góđi jahve er minn guđ!  

Hann er sko harđur nagli og enginn elsku Jesú!

Eins og alvöru guđ á ađ vera.


Páskalambiđ

Nú er ég búinn ađ borđa aumingja litla og saklausa páskalambiđ.

Og mikiđ lifandis skelfingar ósköp var ţađ nú gott!


Siggablogg

Ţetta blogg er ekkert andskotans Moggablogg.

Ţađ er Siggablogg! 


Lífsspeki

Ţví lengur sem mađur lifir ţví langdregnara verđur lífsdramađ. Fer ekki bráđum ađ koma happy end?  

Spurning

Hvort ćtli sé verra ađ vera ofviti eđa hálfviti?

Austurlensk tónlist

Ţennan illviđrasama dag hef ég veriđ ađ víkka út kúltúrlegan sjóndeildarhring minn međ ţví ađ hlusta á ţokkaful smálög  eftir kínverska tónskáldiđ Cho Pin og japanska zen tónskáldiđ Mo Zart.


Engum er skemmt nema skrattanum

Ţađ er sem sagt alveg ljóst ađ ţađ hefur ekkert upp á sig ađ rćđa um trúmál á Moggablogginu. Ţá mćtir bara fjandinn sjálfur á svćđiđ í ljósum logum og á hala hans sitja tíu ţúsund trúlausir drýsildjöflar!

Engum er skemmt nema skrattanum.


Skatan

Ég tek heilshugar undir svívirđingar nafna míns Sigurđar Helga Guđjónssonar formanns Húseigendagélagsins um helvítis skötuna og ţá sem leggja sér slíkan viđbjóđ til munns.

Nokkrir skötusyndaselir hafa risiđ upp á afturhalann og mótmćlt réttmćtum svívirđingum Sigurđar Helga en fnykinn leggur af rökum ţeirra langar leiđir og segir ţađ allt sem segja ţarf um ţau.

Skötuát landsmanna á Ţorláksmessu, rétt fyrir heilög jólin, er alvarleg ógnun viđ kristilegt siđgćđi, ókristilegt siđgćđi og allar ađrar tegundir af siđgćđi í landinu.

Ţađ er villimannslegt siđleysi sem tekur mannáti í engu fram.

Ţetta skrifa ég svo liggjandi uppi í sófa eins og kćst skata, innilokađur vegna óveđurs og annarra  hremminga.    


Bleikt og blátt

Er ţađ ekki nafn á bersöglistímariti sem Kolbrún Halldórsdóttir vill láta banna? 

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband