Sólríkustu septembermánuđir

Norđlćgar  áttir eru mestu sólaráttirnar í Reykjavík. Og ţví meiri norđanátt ţví meiri líkur á sól. Og ţví meiri norđanátt ţví meiri líkur á köldu veđri. Ţess vegna er ţađ svo ađ  fimm af tíu köldustu septembermánuđum í Reykjavík eru einnig á lista yfir ţá tíu sólríkustu.

Áriđ 1975 er sólríkasti september sem mćlst hefur í Reykjavík frá 1911 međ 187 sólarstundir en međaltaliđ 1961-1990 er 125 stundir. Ţetta er jafnframt fjórđi kaldasti september í höfuđborginni en sá fimmti á landinu frá 1866 eftir mínum kokkabókum. Norđanáttin var svo ađ segja linnulaus. Á Sámsstöđum er ţetta einnig sólríkasti september, 160 klst.  Fremur sólríkt var líka fyrir norđan. Hitinn var 1,6 stig undir međallagi á landinu fyrir ţćr stöđvar sem lengst hafa athugađ. Úrkoman var í rúmu međallagi miđađ viđ međaltaliđ 1931-2000 ţeirra stöđva sem lengst hafa athugađ. DV hóf göngu sína hinn 8.    

Kaldasti september í Reykjavík og líka á landinu í heild er hins vegar áriđ 1918 en hann er sá áttundi sólríkasti í Reykjavík međ 162 stundir. Mánuđurinn var ansi ţurr á manninn ofan í kuldann, úrkoman liđlega helmingur af međallaginu. Ţá mćldist mesta frost sem mćlst hefur í Reykjavík í september, -4,6 stig ţ. 29.  

Sólríkasti september á Akureyri er hins vegar 1976 en ţá mćldust sólskinsstundirnar, 189 eđa 2 stundum fleiri en í sólríkasta september í Reykjavík. Ţetta er eina dćmiđ um ţađ ađ sólskinsmet nokkurs mánađar sé hćrra á Akureyri en í Reykjavík. Međaltal sólarstunda í september 1961-1990 á Akureyri er ađeins 87 stundir. Ţetta er jafnframt sólríkasti septembermánuđur sem mćlst hefur á íslenskri veđurstöđ. Á Melrakkasléttu er ţetta og sólríkasti september sem ţar hefur mćlst, 176 klst og einnig á Hveravöllum, 171 klst. Sólardagar međ meira en tíu stunda sól voru fimm á Akureyri og hafa aldrei veriđ fleiri í september. Í Reykjavík var sólskin líka talsvert meira en í međallagi. Ţetta er ţriđji ţurrasti september á Akureyri, eftir 1958 og 1931. Alls stađar var ţetta stilltur og hlýr mánuđur, hitinn sjónarmun yfir međallaginu 1931-1960 en ţá var međalhiti september 1,2 stig yfir međallagi áranna 1961-1990. Ţađ var líka mjög ţurrviđrasamt. Á Vopnafirđi var úrkoman ađeins 0,1  mm og hefur aldrei mćlst minni septemberúrkoma á íslenskri veđurstöđ. Á Raufarhöfn og Húsavík mćldist aldrei minni septemberúrkoma og heldur ekki á Ströndum, Hrauni á Skaga og í Grímsey. Úrkoman á landinu var ađeins liđlega helmingur af međallaginu 1931-2000 en mánuđurinn nćr samt ekki alveg inn á topp tíu listann yfir ţurrustu mánuđi fyrir ţćr stöđvar sem allra lengst hafa athugađ. Mao formađur andađist ţ. 9.

Nćsti september, 1977, er sá  tíundi sólríkasti á Akureyri međ 118 sólskinsstundir. Hitinn á landinu var nákvćmlega í međallagi en úrkoman átti ţó nokkuđ upp í ţađ. Ţetta er sólríkasti september sem mćldist á Hallormsstađ, 154 klst. Mjög sólríkt var einnig á Melrakkasléttu, 161 stund, og ađeins september áriđ áđur var ţar mćldur sólarmeiri. Ţann 8. opnađist hraunsprunga viđ Leirhnúk og starfsmenn virkjunarinnar urđu ađ flýja.  

Ţess má hér  geta ađ enginn septembermánuđur kemst inn a topp tíu listann ađ rólríki bćđi í Reykjavík og á Akureyri.

Nćst sólríkasti september í Reykjavík er 1954, 186 stundir. En ţetta var kaldur norđanáttamánuđur og tel ég hann sjöunda kaldasta september á landinu. Ţetta er jafnframt  snjóamesti september sem mćlst hefur frá 1924, snjólag á landinu var 11%, en er til jafnađar 2%. Vetrarríki mátti heita á norđurlandi síđustu vikuna og reyndar víđar. Jafnvel var skódjúpur snjór ađ morgni hins  28. í Reykjavík en hvarf ţó fljótlega.  Mesta frost sem mćlst hefur á landinu í september mćldist ţann 27. í Möđrudal, -19,6 stig. Allvíđa annars stađar ţar sem lengi hefur veriđ athugađ komu kuldamet í september. Úrkoman var mikil á norđausturlandi en lítil á suđvesturlandi en á landinu var úrkoman ađeins rúmlega hálf međalúrkoma og ađ minni ćtlan rétt skríđur mánuđurinn inn á lista yfir tíu ţurrustu septembermánuđi. Í Vestmannaeyjum hefur ekki mćlst ţurrari september frá 1881 og ekki heldur á Eyrarbakka frá 1880 en eyđa var 1911-1925 og ekki í  Hreppunum og í Fljótshlíđ. Met ţurrkar í september virđast hafa teygt sig um Borgarfjörđ og sunnanvert Snćfellsnes en ţar hefur veriđ skipt um stöđvar og erfitt ađ átta sig nákvćmlega á ţessu.  

Fjórir ađrir mjög sólríkir septembermánuđir í höfuđstađnum eru einnig međ ţeim köldustu.

Áriđ 1924 var september sá tíundi sólríkasti međ 155,5 stundir og hann var jafnframt sá 10. kaldasti. Tvo daga síđast í mánuđinum var alhvítt í borginni en snjódýpt var ađeins 1 cm. Snjólag á landinu var 7% og er međ ţví mesta í september. Úrkoman var ađeins rétt rúmlega helmingur af međalúrkomunni og örlítiđ minni en 1954 og kemst mánuđurinn inn á topp tíu listann fyrir ţurrustu septembermánuđi. 

Tveir kaldir og sólríkir septembermánuđir komu í röđ árin 1981 og 1982.

Sá síđarnefndi er sá sjöundi sólríkasti međ 159 sólarstundir og á landinu er hann sjötti kaldasti september. Úrkoman var rétt neđan viđ međallag. 

September 1981 var hins vegar sá  9. sólríkasti í höfuđborginni en aftur á móti sá sólarminnsti bćđi á Akureyri, 32 kkukkustundir, og Hallormsstađ, 28 stundir og auk ţess á Hólum i Hornafirđi, 49,5 klukkustudnir. Norđaustanátt var ríkjandi og úrkoman á landinu var í rétt rúmu međallagi. Hitinn var í tćpu  međallagi.  

September 2005 er sá ţriđji sólríkasti í Reykjavík međ 185 sólskinsstundir. Hitinn var um hálft annađ stig undir međallagi á landinu og frávikiđ furđulega jafnt um allt land. Mjög  kalt var síđustu vikuna. Ţá var víđa komin vetrarfćrđ fyrir norđan og festi snjó á Akureyri og líka á stöku stađ sunnanlands og vestan.  Snjólagsprósenta á öllu landinu var 98% og hefur ekki veriđ hćrri nema 1954. Mjög úrkomusamt var norđantil á landinu en minni en í međallagi sunnanlands en hvergi voru ţó raunveruleg ţurrviđri og landsúrkoman í kringum međallag.  

September 1957 var um landiđ rétt undir međallagi 1961-1990 og er sá fjórđi sólríkasti í Reykjavík međ 177 sólskinsstundir. Hann hefur hins vegar metiđ í borginni fyrir fjölda sólardaga fleiri en 10  klukkustundir og voru ţeir tíu. Menn töldu ţetta mjög góđan mánuđ. Ađeins september 1935 og 1927 hefur veriđ ţurrari í Stykkishólmi frá 1856 og einungis september 1952 í  Vík í Mýrdal frá 1925.

Ţann 27. var mikiđ kjarnorkuslys nćrri Sjeljabínsk Rússlandi en ekki var upplýst um ţađ fyrr en nokkrum áratugum síđar. Margt gerđistí menningarlífinu heima og erlendis. Árbćjarsafn opnađi ţ. 22.,  Sibelius lest ţ. 20., skáldsagana On the Road (Á vegum úti) eftir Kack Kerourac kom ţ. 5. en söngleikurinn West Side Story eftir Leonard Bernstein var flrumfluttur á Broadway ţ. 26. Í Reykjavík fór fram alţjóđlegt skákmót sem kennd var viđ sćnska stórmeistarnn Stĺhlberg  sem  keppti á mótinu.   

Ađeins hlýrri en ţessi mánuđur en 1958, ţó hann hafi varla tekist ađ merja međalhitann 1961-1990, var september 1994 sem er sjötti sólríkasti i Reykjavík međ  168 stundir af sólskini. Hćgviđrasamt var og ţurrt, um ţrír fjórđu af međalúrkomu, og sólríkt um allt land. Á Akureyri er ţessi mánuđur sá annar sólríkasti en ţar skein sólin 130 klukkustundir. Viđ Mývatn hefur ekki mćlst sólríkari september í um 25 ára mćlingasögu, 136,5 stundir. 

Eini septembermánuđurinn međal hinna tíu sólríkustu í Reykjavík sem náđi klárlega međalhita á landinu og var beinlínis hlýr er september 2011. Hann krćkti í ađ vera fimmti sólríkasti september í borginni međ 168 sólarstundir og var 1,7 stig yfir hitameđaltali landsins 1961-1990 og meira ađ segja hálft stig yfir međaltali hlýju áranna 1931-1960. Í Reykjavík voru 9 dagar međ meira en tíu klukkustunda sólskini, ţađ nćst mesta í nokkrum september. Á Akureyri voru sólskinsstundirnar yfir međallagi en sćttu ţó engum tíđinum. 

Sólríkasta septembermánađar á Akureyri, 1976, hefur áđur veriđ getiđ. En ţađ er skemmtilegt ađ sjálfur september 1939, glćsilegasti hitaseptember í sögunni á landinu (ásamt 1941) er áttundi sólríkasti september í höfuđstađ norđurlands međ 122 stundir. Međalhitinn var ţá 11,5 stig á Akureyri og hefur ađeins veriđ lítillega hlýrra ţar í september 1941 og 1996. 

Áriđ 1931 var fjórđi sólríkasti september á Akureyri međ 127, 5 klst sólskin. Ţetta er jafnframt tíundi hlýjasti september á landinu og úrkoman var um ţrír fjórđu af međallaginu 1931-2000. Mjög  ţurrt var á austurlandi og sums stađar fyrir norđan. Ađeins september 1894 hefur veriđ ţurrari á Teigarhorni frá 1873 og september 1958 á Akureyri frá 1925. Á Eiđum var úrkoman ađeins 2,9 mm.  

Lýđveldisáriđ 1944 kom ţriđji sólríkasti september í höfuđstađ norđurlands međ 128 klst. Hitinn var um hálft stig yfir međallagi á landinu en úrkoman rúmlega einn fjórđu yfir međallaginu. Kvikmyndaleikkonan frćga, Marlene Dietrich, skemmti hermönnum á Íslandsi ţ. 14. en lokahnykkur styrjaldarinnar var í fullum gangni.

September áriđ 1967 er sá sjöundi sólríkasti á Akureyri međ 122 stundir. Hitinn var um 1,3 stig yfir međallaginu 1961-1990 og á ţví tímabili voru ađeins ţrír septembermánuđir hlýrri á landinu. Úrkoman var hins vegar minni en ţrír fjóđu af međallaginu. Sólskin í Reykjavík var 125 stundir, fleiri en á Akureyri, en kemst ţar ekki inn á topp tíu sólarlistann.

September eftir kulda og rigningasumariđ mikla á suđurlandi 1983 var alls stađar sólríkur en ansi kaldur, um heilt stig undir međallaginu á landinu en miklu meira en ţađ á norđausturlandi.  En hann er sá níundi sólríkasti á Akureyri međ 122 stundir. Ţar mćldist svo mesti loftţrýstingur á Íslandi í september, 1038,3 hPa ţ. 26. Ţađ sýnir svo kannski nokkra (gamaldags) öfga í veđurfari ađ eftir ţetta mikla úrkomusumar á suđurlandi skuli ţessi september einfaldlega vera sá ţurrasti sem mćlingar eru til um á landinu međ minna en 40% af úrkomunni 1931-2000 á ţeim fáu stöđvum sem lengst hafa athugađ. Ekki hefur mćlst ţurrari september á Hólum í Hornafirđi, Fagurhólsmýri og Kirkjubćjarklaustri. Á Kvískerjum er ţetta eini september ţar sem úrkoman hefur mćlst minni en 100 mm en hún var 46 mm. Oft var bjart yfir í ţessum mánuđi og enn var meira sólskin í Reykjavík en á Akureyri, 138 klukkustundir. Ţann fyrsta varđ sá ćgilegur atburđur ađ sovésk orustuţota skaut niđur farţegaţotu frá S-Kóreu og fórust ţar 269 manns.  

Áriđ 1986 skein sólin á Akureyri í 125 klukkustundir sem gerir mánuđinn fimmta sólríkasta september ţar. Á Hólum í Hornafirđi hefur aftur á móti aldrei mćlst eins sólríkur september, 184 klukkustundir. Hitinn var heilt stig undir međallaginu á landinu. Og enn og aftur var sólríkara í Reykjavík en á Akureyri, 146,5 stundir. Úrkoman á landinu var ađeins rétt yfir helming af međallagi og er ţetta einn af allra ţurrustu septembermánuđum, nćrri ţví ađ vera á miđjum topp tíu listanum.

Síđasti septembermánuđur sem kemst inn á topp tíu listann fyrir sólríki á Akureyri er áriđ 2000 en ţá skein sólin 124 stundir og er ţetta sjötti sólríkasti september á stađnum. Í Reykjavík voru sólarstundirnar 140. Úrkoman á landinu var í rúmu međallagi en hitinn meira en hálft annađ stig yfir ţví. Ţann 3. lést Indriđi G. Ţorsteinsson rithöfundur en ţ. 9. kom ţýska nóbelskáldiđ Gunther Grass til landsins. Og ţ. 25. varđ Vala Flosadóttir ţriđja í stangarstökki á ólympíuleikunum í Sydney.   

Međalhiti tíu sólríkustu septembermánađa á Akureyri er 7,7 stig en međaltal allra septembermánađa ţar árin 1961-1990 er 6,5 stig en 7,8 stig árin 1931-1960. Međalhiti tíu sólríkustu septembermánađa í Reykjavík er hins vegar 6,7 stig en međaltaliđ 1931-1960 er 8,6 stig og 7,3 stig árin 1961-1990. Sú stađreynd ađ tíu sólríkustu septembermánuđir á Akureyri skuli vera heilu stigi hlýrri en samsvarandi mánuđir í Reykjavík segir sína sögu um ţađ hvađa áttir eru sólarvćnstar á hvorum stađ, köld norđanátt í Reykjavík en hlý sunnanátt á Akureyri.


Bloggfćrslur 19. september 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband