Linnulausir góðviðrisdagar

Síðasti veðurpistill, en þeim er nú farið að fækka undanfarið hvað sem verður, var um hlýja daga seint í september í Reykjavík. Síðan hafa komið ýmis góðir dagar eftir árstíma þó þeir hagi sér ekki alveg eins og dagar í september. 

Í október, sem í heild var ekki sérlega hlýr, var sá sjöundi hlýjasti að meðalhita þann dag í Reykjavík, 11,8 stig sem þætti ágætt um hásumarið. Og dálítið sást til sólar. Hámarkshitinn þann dag var líka dagsmet, 14,9 stig. Þann 9. október skein sólin í höfuðborginni jafn lengi og hún hefur mest skinið áður, í níu og hálfa klukkustund. Daginn áður munaði um hálftíma að sólskins dægurmet þess dags yrði slegið.

Fyrsta næturfrostið kom þann 12. október -1,7 stig. Síðast í vor fraus 17. apríl og frostlausi tíminn var því 178 dagar.

Fyrst varð alhvítt í haust 21. oktober og var þá snjódýpt í borginni 12 cm sem er fremur í meira lagi eftir árstíma. Snjór var líka daginn eftir en svo ekki meira. Snjólausi tíminn, alauð jörð,  var frá 29. mars eða í 207 daga. Frostlausi tíminn er sá lengsti síðan 1941, þegar hann var 186 dagar og 1939 þegar frostlausu dagarnir milli vors og hausts voru 201. Snjólausu dagarnir núna milli vors og hausts voru hins vegar aðeins fáum dögum fleiri en meðaltal svona síðustu 70 ára.  

Það sem af er nóvember hafa fjórir dagar í Reykjavík slegið dagshitamet að meðalthita, sá 13. með 10,6 stig, 15. með 9,8 stig, 19. með 9,3 stig og í gær 9,1 stig. Þann 15. skein sólin meira að segja í 4,1 eina klukkustund. Þann dag komst hámarkshitinn 11,5 stig sem er met fyrir þann dag. Reyndar voru slegin hámarkshitamet hvern dag 12.-15.nóvember og auk þess þann 20. (sjá fylgiskjalið). Aldrei áður síðan byrjað var að mæla hefur hámarkshiti í nóvember, eins og ég ákvarða hann, náð tíu stigum fjóra daga í röð eins og nú í borginni. Og þó mánuðurinn sé ekki liðinn eru dagar með tíu stiga hámarkshita í Reykjavik orðnir 7 og hafa aðeins verið fleiri í öllum nóvember árin 2011 og 1945 en þá voru þeir 9. Nóvember 1945 er sá hlýjasti sem mælst hefur í Reykjavik, með meðalhita upp á ótrúleg 6,1 stig.

Mánuðurinn í heild er núna kominn í 5,7 stig í Reykjavík að meðalhita og hefur aðeins verið hlýrra fyrstu 21. dagana árin 2011, 6,5 stig og 1945, 7, 6 stig. Á Akureyri er meðalhitinn víst í 10. hlýjasta sæti þessa daga. 

Auk fylgiskjalsins er hér skjal sem sýnir síðasta vorfrost og fyrsta haustfrost og síðasta alhvítan dag að vori og þann fyrsta að hausti í Reykjavík mörg ár aftur í tímann.   


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Grimmd og ódrengsskapur valdsins

Ég hef ekki haft mig neitt í frammi varðandi þetta lekamál en fylgst með umræðunni og alltaf haft nokkra samúð með innanríkisráðherra þrátt fyrir hennar mistök á ýmsum sviðum. Umræðan hefur vissulega á köflum verið hörð - reyndar á alla kanta - en líka oft og tíðum málefnaleg og ekki hörð. Ýmislegt kemur auðvitað fram um jafn mikið rætt málefni.

Þessi túlkun forsætisráðherra er hins vegar verulega hrollvekjandi í einsýni sinni og grimmileik.

Og allir ráðamenn og þeir sem að málinu hafa komið af valdsins hálfu hafa ekki einu sinni haft fyrir þvi að nefna nafn þess manns sem var eina fórnarlambið, Tony Osmos.

Það er óhugnanlegt að vita af valdinu svona algjörlega skeytingarlausu og virðingarlausu um venjulegt fólk. 

Forsætisráðherra er ekki þess verður að binda skóþveng Tony Osmos.

 


mbl.is Þjóðin læri af lekamálinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. nóvember 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband