Verkin láta til sín taka

Frá Höfðatorgsreitnum berst nú dag eftir dag nær stöðugur sónn frá morgni til kvölds, eins og heljarinnar ryksuga sé í gangi. 

Og þetta er bara væg byrjunin. Bráðum fara þeir að sprengja og væntanlega fleyga enn einu sinni.

Í raun og veru eru þarna í gangi eins konar hávaða hryðjuverk. Ókunnugir menn sem ekki kynna sig ryðjast inn á heimli fólks um margra ára skeið og umturna þar öllu svo venjulegt heimilislif að degi til leggst niður mánuðum saman hvað eftir annað í mörg ár. Vonlaust að opna glugga, oft ekki hægt að hlusta á hljómflutningstæki, útvarp eða sjónvarp svo ánægja sé að, tala í síma eða fá fólk í heimsókn.

Kannski ætti frekar að kalla þetta pyntingar en hryðjuverk því þetta brýtur fólk hreinlega niður með árunum. 

En Pétur Guðmundsson forstjóri Eyktar ypptir örugglega öxlum yfir því. Hann lætur þetta viðgangast.Og ekki hefur hann haft sinnu á því að tala til íbúana í eigin persónu um eitt né neitt.

Hvað með heilbrigðiseftirlitið? Gefur það grænt ljós á áratuga ofbeldi af þessu tagi?

Því ofbeldi er þetta og ekkert annað. Ofbeldi verktaka í krafti auðs og valds sem skeytir ekki um neitt nema eigin hag og valtar yfir þá sem fyrir verða eins og þeir séu ekki til. 

Jæja, eru þetta stóryrði? Þetta eru nú samt bara orð.

Og þau blikna algjörlega í samanburði við verkin sem þarna láta til sín taka.


Bloggfærslur 29. ágúst 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband