Skólabókardæmi um blíðviðri og ekki blíðviðri að vetri

Menn hafa verið að lofa kuldann sem var í gær og fyrradag, meira að segja veðurfræðingar í sjónvarpinu, og kallað það fallegt vetrarveður og jafnvel "veðurblíðu". En í dag er bjart og stillt veður í Reykjavík og kominn 4 stiga hiti. Það er bara veður í allt öðrum og betri gæðaflokki en kuldinn sem var en samt er auðvitað sami veturinn.

Enginn er þó að lofa sérstaklega þetta (alvöru) góðviðri að vetrarlagi en menn virðast alveg óskaplega veikir fyrir mjög köldum dögum. Þá er gjarnan talað um "veðurblíðu" fyrir nú utan alla fegurðina sem menn lofa þá hástöfum.

Með allri virðingu blæs ég á þennan veðursmekk! Þetta er einfaldlega vondur veðursmekkur!

Svona eins og að taka Justin Bieber fram yfir Bítlana.

Þessi veðurbreyting sem nú hefur orðið er reyndar alveg skólabókadæmi um þann mun sem getur verið á vetrarveðri sem út um glugga virðist þó vera svipað. En það er alveg furðulegt að alltaf hlaupa menn upp og tala um "veðurblíðu" þegar kuldinn ríkir en eins og þeir skynji bara ekki hvað veður eins og er í dag er honum mikla æðra og betra!

Ég hef áður vikið að þessu atriði hér á blogginu, hvað mönnum sé tamt að tíunda vetrarkulda sem veðurblíðu en láti sér fátt um finnast þegar svo alvöru blíða kemur að vetrarlagi.

En nú kom einstaklega gott tækifæri til að árétta hvað ég á við.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Bloggfærslur 21. nóvember 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband