Hlánar ekki í Reykjavík

Í dag fór hámarkshiti í Reykjavík ekki hærra en í -0,9 stig. Hámarkshiti 26. apríl hefur ekki verið lægri þar síðan 1969 en þá var hann -3,9 stig og 1927 þegar hann var -1,3 stig.

Þetta er því ekki beinlínis hversdagslegt en þó eru nokkur dæmi um annað eins um þetta leyti og enn síðar á vori. Þann 29. apríl 1975 var hámarkshitinn -5,3 stig og -3,5 stig 30. apríl 1982. Fyrstu þrjá dagana í maí 1982 hlánaði svo ekki í Reykjavik og ekki tvo fyrstu  maídagana 1979. Svo seint sem 7.-9 maí 1943 hlánaði ekki heldur í Reykjavík í hrikalegu kuldakasti. Síðasti dagurinn frma á vorið sem ekki hefur hlánað Reykajvík allan sólarhringinn eftir að Veðurstofan var stofnuð 1920 er hins vegar 10. maí 1955 þegar hitinn fór ekki hærra en -0,3 stig.

Síðast að vori sem ekki hefur hlánað á öllu landinu var 21. apríl árið 1949 þegar frostið varð hvergi minna en 1,5 kuldabolastig. Þann 8.maí 1943 var mesti hiti á landinu, 0,0 stig, lesinn á mæli kl 17 í Grindavík en hvegi hlánaði á veðurstöðvum þann dag þar sem voru hámmarkshitamælingar sem ekki voru Grindavík.

Víða á landinu hefur ekki hlánað í nokkra daga í þessu kuldakasti núna.

Sólarhringsmeðaltalið í kulda í Reykjavík þessa köldu daga hefur ekki verið í hættu.

Slæmt er það en gæti verið verra!      


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Bloggfærslur 26. apríl 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband