Skaðlegt fyrir ferðaþjónustuna?

Já, jarðvísindamenn telja að ný hrina eldgosa geti verið að hefjast hér á landi. Slík umbrot séu lotubundin.

Þá sé meiri hætta á stórum gosum. 

Menn eru alltaf að vísa til hinna þekktu eldstöðva, að þau geri hitt og þetta. En það geta alveg opnast nýjar gossprungur út frá þeim og gosið óskaplega eins og gerðist í Skaftáreldum, Veiðivatnaeldum og Eldgjáreldum. Þetta eru mestu gosin sem við fáum.

Annars finnst mér eftirtektarvert og hálf óhugnanlegt í sambandi við eldsumbrotin núna hvað mikið ber á tortryggni og jafnvel fjandskap í garð vísindarannsókna og vísindamanna á netinu. Það sé nú ekki mikið að marka þá. Flest sem við vitum um eldgos og hugsanlega hættu af þeim er þó frá vísindamönnum komið en ekki frá ''heimamönnum'' en flest eldgos eru reyndar fjarri öllum heimilum sem betur fer.

Enginn er ég aðdáandi forsetans (en heldur ekki hatursmaður). En fátt er jafn hvimleitt og tilraunir stjórnvalda til að þagga niður umræðu um hvað sem vera skal eða stýra henni eftir eigin höfði. Steingrímur J. sem óskar eftir ''ábyrgri'' umræðu um eldgosahættu er á engan hátt ábyrgari í málflutningi sínum en þeir sem  hann beinir orðum sínum gegn nema síður sé.


mbl.is Nýtt eldgosaskeið að hefjast?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við ættum að kannast við afleiðingar þess að loka augum fyrir hugsanlegum vanda og árásum á þá sem koma með gagnrýni á ríkjandi skoðanir.

Við erum jú öll búin að lesa "skýrsluna" frá upphafi til enda og læra okkar lexíu?

Nú er jú allt opið, gegnsætt og uppi á borði og búið að skafa skítinn sem eftir varð á milli axlablaðanna en samt fer kerfið á stað ef forsetinn bergmálar þá skoðun jarðfræðinga okkar að Katla komi til með að gjósa aftur.

Er til listi yfir mál sem ekki má nefna? Er Katla á þeim lista? Þurfa aumingja Jóhanna og utanríkisráðherrann nú að fara í heimsreisur til að sannfæra heiminn um að allt sé í fínu með eldfjöllin á Íslandi og að útlöndin geti gleymt okkur, á milli lánveitinga, hér sé allt í sæluvímu og ferðamenn séu meira en velkomnir?

agla (IP-tala skráð) 21.4.2010 kl. 13:20

2 identicon

Í sambandi við þessa frétt er samt rétt að hafa það í huga a New Scientist er ekki  vísindatímarit, heldur einhvers konar "popular sicence" dæmi í likingu við "Lifandi vísindi" , en bara ekki eins flott prentað,  ( og er stundum kallað No Scientist ), þannig að það er óhætt að taka upphrópanir úr því  með svolitlu saltkorni. Í umræddri grein er annars vegar vitnað ummæli  Þorvald Þorðarsonar ,( hins sama og benti á í viðtali í sjónvarpinu í gærkvöldi  að það væri ekki góð tölfræði að  tengja saman gos í  Eyjafjallajökli og Kötlu , því það hefði aðeins hent 3 af 21 þekktu tilfellum viðkomandi eldstöðva, ef ég heyrði rétt´) , en hann skal hafa sagt að svo virðist sem gostíðni á Íslandi sé lotubundin með 50 til 80 ára lotu, og að ef það væri að fara af stað ný hrina þá mætti hugsanlega búast við meiri gosvirkni í nánustu framtíð, og síðan vitnar greinarhöfundur  í alvöru vísindagrein frá 1998 eftir Guðrúni Larsen, Magnús Tuma og Helga Björnsson  og eftir  því ég best fæ séð fjallar  um einhverja samtengingu á mismunandi gögnum fyrir allt að 1200 ár afturábak í tíma, sem sýni að eldvirkni  á landinu okkar sé lotubundin með 130-140 ára lotu, og einnig að styttri lotur ( hærri gostíðni)  undir Vatnajökli megi hugsanlega rekja til að eldstöðvarnar þar ligga í einhvejum skilningu hærra en annars staðar á landinu, frekar en að þar sé eitthvað  út úr takt við restina af dæminu. Ég kíkti nú bara á "abstraktinn" um þessa grein því hún er geymd á bak við rukkaravegg, og ég hef ekki áhuga á áskrift á einhverju jarðfræðitímariti, svo það má vera að ég hafi miskilið eitthvað en ég sé hvergi út neina 40 ára lotu, og eftirfarandi setning í NS-greininni

"in addition, the periodicity may be linked to pulses of magma coming from the mantle and pressure fluctuations at the surface caused by glaciers melting and geothermal activity. " 

fyllir mig auðvitað grunsemdum að  greinarhöfundur eitthvað "hidden agenda" -- a la "hundurinn þinn rak við  ertu að reyna að valda heimshlýnun" -- því  nýjasta trixið í þeim heimshlýnunarbransanum er jöklar bráðni og það valdi svo aftur  eldgosum bla blabla.....". og mig allavega grunar að það verið að lauma þeirri kenningu inn hér á milli lína.

Bjössi (IP-tala skráð) 21.4.2010 kl. 17:50

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Tölfræi eldfjallafræðingsins um tengsl Eyjafjallajökuls og Kötlu var reyndar ekki sannfærandi og mjög órökrétt með tilliti til möguleika á Kötlugosi. Hún hefur oft gosið án þess að Eyjafjallajökull gjósi en í þau þrjú skipti sem hann hefur gosið frá landnámi hefur Katla alltaf gosið. En gos frá Kötlu er alveg jafn yfirvofandi vegna eigin eðlis burtséð frá Eyjafjallajökli. Hins vegar hafa Íslendingar gengið í gegnum 21 Kötlugos án heimsendis og munu gera það líka næst þegar hún gýs. En vel má hins vegar að þessi grein sé einhver þvæla.

Sigurður Þór Guðjónsson, 21.4.2010 kl. 18:04

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Hér er frásögn Þorvaldar Þórðarsonar af Eldgjárgosinu 934, mesta eldgosi Íslandssögunnar og var reyndar í Kötlukerfinu. Og þar kemur líka fram að það er ekki nýtt fyrirbrigði að vilja ekki tala um óþægilegan sannleika. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 21.4.2010 kl. 18:14

5 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Finnst ykkur ekki annars magnað hvernig hægt er að blanda saman annars vegar umræðu um andvaraleysi gagnvart Kötlugosi og áhrifum þessa möguleika á ferðamanastraum og hins vegar andúð á ÓRG.

Þegar allt kemur til alls, þá tel ég að málshefjandi hafi farið með rétt mál á rangan hátt og í röngum líkama.

Sigurbjörn Sveinsson, 21.4.2010 kl. 20:47

6 identicon

Alltaf lærir maður eitthvað nýtt , ekki hafði ég hugmynd um að það hefði verið stórgos í Eldgjá við lok landnáms. Takk fyrir þessa  tengingu. En nóg um það , verulega stórir hamfaraatburðir hljóta alltaf að draga einhvern dilk á eftir sér, og víst er að við höfum enga stjórn á hvort og /eða hvenær slíkir atburðir eiga sér stað, eina sem við vitum með nokkuð góðri vissu er að slíkt hefur gerst og að það sem einu sinni hefur gerst í þessu tilliti getur skeð aftur, eia sem við getum reynt að gera er að hafa tilbúið einhvers konar viðbragðaáætlun, ef til kemur, og í sumum tilfellum getur hún ekki orðið flóknari en svo að hún miði engöngu að því að flýja eions hratt og hægt er. Rannsóknir á eðli og framvindu eldosa , jarskjálfta og svo framveigis hafa tekið ýmsum framförum seinustu hálfa öldina eða svo og hugsanlega verður það einhvern tímann til þess að hægt sé að spá eitthvað fram í tímann um slíkt og þar af leiðandi hjálpa til við slíka gerð viðbragðaáætlana, sem er allra góðra gjalda vert, og á sama hátt geta stúdíur sem reyna að gera grein fyrir  afleiðingum stórra náttúruhamfara í sögulegu tilliti , geta í sjálfu sér hjálpað til þegar þarf að fást við  eftirköstin. En það sem líka hefur skeð undanfarna áratugi með tilkomu ódýrrar reiknigetu vegna framfara á tölvusviðinu, er stórflóð af tölfræðilíkunum  um alla mögulega og ómögulega hluti, að ekki tekur nokkru tali. taki, og ég hef þann lúmska grun að mikið af því  sem kemur á prent af slík efni verði þegar fram í sækir hægt að flokka undir það sem ég kalla með sjálfum mér "Ramsey-merki", í höfuðið á stærðfræðingi/tölfræðingi að nafni Frank Ramsey, sem m.a. reyndi að finna aðferðir til að gera sér grein fyrir hvenær hægt væri að taka mark á tölfræðilegum samsvörunum, og hvenær væri óhætt að afskrifa samsvörunina sem tilviljun, Ramsey merki skilgreini ég svo sem tilviljunarkennda tölfræðilega samsvörun einhverja hluta sem ekki á sér neina stoð í neinu raunverulegu orsakasambandi milli viðkomandi hluta. Dæmi um slíkt merki er t.d. yfir 90% samsvörun á milli magns af innfluttu á bárujárni , og tíðni krabbameins á Íslandi, sem einn kunningi minn setti fram í æfingaverkefni í tölfræðikúrs sem við vorum í einu sinni á hinni öldinni, ( þetta var all í gríni gert,  hann valdi sér hagstæðar tölur úr innflutnings og heilbriðisskýrslum , sambandið brotnaði niður þegar bætt var við gögnum). Það getur stundum verið erfitt eða jafnvel ómögulegt  að finna út úr hvort það er eitthvað vit í sumum niðurstöðum sem haldið er fram í dag á grundvelli tölfræðinnar.

Og annars ég á eina gælukenningu sem gengur út á það að verulegt stórgos einhvers staðar í heiminum  einhvern tímanann  á árunum 300-600 eftir K.  hafi valdið allskonar óáran í Asíu  að, sem aftur hafi sett á stað a.m.k hluta af fjöldaflutningum fólks vestur á bóginn þessum sem voru kallaðir "fólksflutningarnir miklu" , og þar með endanlega kollsteypt heimsveldi Rómar, vegna álagsins sem þetta hafði á kerfið þar. Mig vantar bara rétt  gos til að fylla út í heildarmyndina (hef heldur ekki leitað neitt vandlega) . Veistu um eitthvað sem hægt er að nota t.d. á okkar eigin landi frá þessum tíma ?. 

    Glelðilegt Sumar  

Bjössi (IP-tala skráð) 22.4.2010 kl. 09:19

7 identicon

Ég get bent á tvær bækur sem fjalla um miklar náttúruhamfarir á árunum 500 til 600. Þær eru reyndar að mínu mati algjört bull, en eru hins vegar nokkuð skemmtilegar aflestrar. Fyrri bókin heitir Catastrophe og er eftir blaðamann að nafni David Keys, bókin var til stuðnings sjónvarpsþætti á rás 4 í Bretlandi. Kannski lifir sá þáttur einhvers staðar í undirdjúpu netheima. Bókin kom út 1999 og er eins og áður sagði óskaplegt bull og fimbulfamb um áhrif þessara atburða á sögu allra heimshluta. Hin bókin heitir Exodus to Arthur, kom út sama ár og hin fyrri og er eftir írskan trjáhringjastjörnufræðing, Mike Baille. Hún fjallar um sömu atburði og fleiri. Baille var áður vel virtur í sinni grein, en virðist að einhverju leyti hafa lent út af sakramentinu eftir að bókin kom út (?). Hann var einn þriggja höfunda að bókinni The Origin of Comets sem út kom 1990. Hún er mjög skemmtileg og að ég held í lagi fræðilega enda gefin út af virðulegu forlagi. Hinir tveir höfundar þeirrar bókar skrifuðu síðar bók sem þykir vafasöm og heitir Cosmic Winter, fjallar hún um áhrif halastjarna á veðurfar á Jörðinni, mjög læsileg og skemmtileg, - en virðist hafa haft áhrif á sakramentisstöðu höfundanna.

Trausti Jónsson (IP-tala skráð) 22.4.2010 kl. 18:42

8 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Fátt er skemmtilegra en mergjaðar hamfarasögur og því meira gaman sem hamfarirnar eru feiknarlegri!

Sigurður Þór Guðjónsson, 22.4.2010 kl. 19:21

9 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Þær hamfarir sem við eigum eftir að verða vitni af eru ekki af þeirri gráðu að nokkur vilji lifa þær!

Sigurður Haraldsson, 28.4.2010 kl. 01:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband