Gleymdist að setja á myndbandið

Svifryk fer yfir heilsuverndarmörk í Reykjavík í dag og jafnvel líka á morgun. 

Mistrið er augljóst í Reykjavík núna og ekki sérlega geðslegt að líta í kringum sig en ekki sést til fjalla.

Fólk sem er veikt í lungum, eins og ég t.d. núna, er hvatt til að vera heima. Nú er 18 stiga hiti á öllu Reykjavíkursvæðinu og um og yfir 20 stig í Borgarfirði. Það er alls ekki útilokað að þetta verði mesti hiti sumarsins á þessum slóðum.

En fólk er hvatt til að vera inni!

Reykjavík er ansi langt frá upptökum öskunnar. Samt er hún hér svona augsýnileg. Og það mun hún líklega verða í allt sumar hér og hvar á landinu, jafnvel dögum saman, eftir því hvernig vindur blæs á hverjum stað. Mest þó sem nær dregur elstöðvunum. Heilsufarsmörk svifryks eru 50  mikrógrömm en voru áðan 3000 á Hvolsvelli en 440 í Reykjavík.

Þetta er hin eldfjallalega og veðurfarslega staðreynd málsins. 

Það gleymdist samt alveg að minnast á hana í þessu myndbandi sem á að telja útlendinga á að koma til Íslands.

Í rauninni er verið að blekkja þá  og ljúga að þeim um þann náttúrufarslega veruleika sem hér ríkir. Meira um öskuna. 

Myndin af vefmyndavél Veðurstofunnar sem snýr upp í vindáttina segir sína sögu.  Myndin stækkar ef smellt er nettlega á hana.

100604_1430.jpg

 


mbl.is Aska svífur yfir Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikta E

En það gleymdist ekki að setja berrassað par - því líkt hallæris hugarfar - óviðeigandi með öllu.

Benedikta E, 4.6.2010 kl. 16:43

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Mér finnst nú svo sem allt í lagi með bera bossa!

Sigurður Þór Guðjónsson, 4.6.2010 kl. 16:53

3 Smámynd: Finnur Bárðarson

Já bossar eru nauðsynlegir, ekki skemma þeir tilveruna nema fyrir strangtrúaða og kanann auðvitað.

Finnur Bárðarson, 4.6.2010 kl. 17:29

4 Smámynd: Benedikta E

Útlendingar eru á annarri skoðun - ég fékk strax viðbrögð  á berrassaða parið - frá útlöndum - það þykir óviðeigandi í svona landkynningar efni - ég er sammála því -

Við ættum ekkert að gera í því að halda í Sódóma og Gómóra ímyndina sem R -listinn kom á Reykjavík - Sódóma Reykjavík.

Berrassað fólk á ekki allstaðar við .........................Glætan.

Benedikta E, 4.6.2010 kl. 17:49

5 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Always look on the bright side of life. Hugsaðu þér bara ef myndin af berrassaða fólkinu hefði verið tekin framan frá!

Sigurður Þór Guðjónsson, 4.6.2010 kl. 18:39

6 Smámynd: Benedikta E

Þá hefði áróðursbragðið  algjörlega misheppnast fyrir - ferðaþjónustuna - margir þeir útlendingar sem hafa fengið þetta kynningarefni yfir sig hefðu tekið það með eldtöng - það á eftir að koma í ljós hvort -berrassarnir - trekkja.

Benedikta E, 4.6.2010 kl. 19:20

7 Smámynd: Finnur Bárðarson

Áfram bossar í öllum löndum !

Finnur Bárðarson, 4.6.2010 kl. 20:19

8 identicon

Ég hef heyrt í útlendingum sem hrósa þessu myndbandi sérstaklega vegna þess að framleiðendur þess þorðu að vera örlítið djarfir sem er óvenjulegt í hefðbundinni „landkynningu“. Ég giska á að þeir séu fleiri á þeirri skoðun en þær teprur sem fá áfall yfir því að berir bossar og smá brjóst sjáist í 4 sekúndur, og að þeir séu líka skemmtilegri ferðamenn (sem er mikilvægt fyrir geðheilsu þeirra Íslendinga sem vinna við ferðaþjónustu).

Vonandi fáum við annars miklar stórrigningar á suðurlandið fljótlega til að hreinsa burt skítinn. Ef það verður alveg ólíft á Suðurlandi út af þessu næstu mánuðina þá er líka vert að minna á að Ísland er stærra en bara suður og suðvesturland. Ótrúlegt en satt.

Bjarki (IP-tala skráð) 4.6.2010 kl. 22:22

9 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Íslendingar eru rassálfar.

Svava frá Strandbergi , 5.6.2010 kl. 01:33

10 identicon

þarf ekki að bæti við á vidoið rappandi öskuköllum í þéttbýli?

Sigurður örn brynjólffson (IP-tala skráð) 5.6.2010 kl. 07:29

11 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ef vindur blæs þannig getur aska hæglega borist til suðausturlands og jafnvel austurlands og upp á hálendið, jafnvel yfir það til byggða fyrir norðan. Öskufall sem kemur úr loftinu, en fýkur ekki af jörðunni, berst mjög oft norður og veldur þar vandræðum. Mest af Hekluösku fyrr og síðar hefur fallið á norðurlandi. Þetta er því engan veginn spurning um suður og suðvesturland. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 5.6.2010 kl. 11:17

12 identicon

Ja þetta þynnist nú nokkuð skarpt með meiri fjarlægð frá gosstöðvunum. Höfuðborgarsvæðið er í ca. 120 km fjarlægð frá jöklinum en mistrið þyrfti að berast 190 km norður á bóginn til að ná í innstu byggðir í Skagafirði eða 240 km til að ná til Akureyrar. Það má vera að slíkar aðstæður skapist en það verður þá aldrei neitt í líkingu við það sem við sjáum á Suðurlandi. Hvað þá á Austurlandi eða Vestfjörðum.

Bjarki (IP-tala skráð) 5.6.2010 kl. 16:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband