Eindæma haustblíða

Á hádegi var glaðasólskin í Reykjavík og hægur blær af norðri og 11 stiga hiti. Meðalhiti tvo síðustu dagana hefur verið mjög nálægt dagsmetum án þess þó að ná þeim. Og meðalhitinn  og reyndar líka hámarks-og lágmarkshitinn er algjörlega í stil við það sem gerist í seinni hluta júlí, hlýjasta tíma ársins! 

Á Keflavíkurflugvelli kom hitamet  þ. 2, 14,5 stig en gamla metið var 14,0 þ. 1. 1958 ef það var þá í rauninni ekki kl. 18 þ. 30.! Í gær mældi sjálfvirki mælirinn á Hveravöllum 12,7 stig en þar mældist mest í október á mönnuðu stöðinni árin 1965 til 2004 12,0 stig þ. 1. 2002 en þá voru miklir hitar eftir árstíma.

Eftir spám sem ég leit á lauslega áðan virðast hlýindin ekki vera búin. Þvert á móti munu þau jafnvel færast í aukana næstu daga.

Hverju eru menn eiginlega að mótmæla?!

Áfram fylgjumst við svo með október á þessari tryllingslega veðurglöðu bloggsíðu ''Allra veðra von''!

Og núna kl. 1 var kominn 14 stiga hiti í bænum í norðan einu vindstigi! Hvar endar þetta?! 

 

 

 

 

 

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Þetta er allt annað núna, því síðustu tvö ár hefur byrjað að snjóa strax í upphafi október.

Emil Hannes Valgeirsson, 4.10.2010 kl. 13:06

2 identicon

Mæltu manna heilastur

Áskell Örn Kárason (IP-tala skráð) 4.10.2010 kl. 19:10

3 Smámynd: Birnuson

Með snjólausum vetri í Reykjavík.

Birnuson, 5.10.2010 kl. 11:30

4 identicon

Ef eg man rétt hafði magister Sigurður uppi kveinstafi fyrir ári síðan um einhverja voðalega haustkulda. Eg reyndi að hughreysta hann, en heimsharmurinn hafði betur. Eitthvað skánaði þetta í fyrra en spá mín um blíð haustveður eru kannski að koma fram af fullri alvöru núna. Þetta kennir okkur bara að vera ekki að skamma veðurguðina í einhverju bráðræði.

Áskell Örn Kárason (IP-tala skráð) 6.10.2010 kl. 18:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband