Blíðskaparveður

Meðalhitinn í nóvember í Reykjavík er loksins kominn yfir frostmarkið. Hann er nú 0,5 stig og er 1,3 stig undir meðallagi. Á Akureyri er hitinn -0,9 og er svipað undir meðallagi.

Nú er glaðasólskin í Reykjavík og milli sjö og átta stiga hiti. Vindur fremur hægur.

En þetta verður besti dagurinn á næstunni. Síðan kólnar smám saman. Meðalhitinn mun samt stíga  í dag og á morgun en verður síðan aftur líklega undir frostmarki í hægu veðri og mun lækka hægt. 

Nú er það bara spurningin hvort meðalhitinn helst yfir frostmarki þegar upp verður staðið í mánaðarlok.

Nóvember er sá mánuður sem mest kólnaði frá hlýindatímabilinu 1931-1960 til kuldatímabilsins 1961-1990, 1,4 stig. Síðustu árin hefur nóvember hlýnað mjög en þessi ætlar greinilega að svíkja lit í þeim efnum.

Sólskinsstundir eru þegar orðnar fleiri en í meðallagi alls mánaðarins í Reykjavik.  

Í fylgiskjalinu sést hinn sláandi munur sem oft er á snjóalögum á suðurlandi og norðurlandi. Í Reykjavík hefur alhvít jörð verið í þrjá daga og einn dag flekkótt af snjó en annars hefur jörð verið alauð. Snjódýptarsumma alhvítra daga er 12. Á Akureyri hefur verið alhvítt allan mánuðinn og summa snjódyptar er 422. 

Áfram getum við fylgst með þessu á fylgiskjalinu, blaði eitt fyrir Reykjavík og blaði tvö fyrir Akureyri.

Hámarkshitinn á mönnuðu stöðinnni á Höfn í Hornafirði hefur verið eitthvað undarlegur síðustu daga og ekki trúverðugur. Úrkomutölur frá mönnuðu úrkomustöðinni á Raufarhöfn eru einnig stundum stórundarlegar og kannski líka frá sjálfvirku stöðinni á Fáskrúðsfirði.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kama Sutra

Eru allar kisur hættar að trítla hér um bloggsíður?

Mjá!

Kama Sutra, 26.11.2010 kl. 21:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband