Vorið góða grænt og hlýtt

Ég sé ekki betur en sá apríl sem nú er að líða standi sem sá tíundi hlýjasti sem mælst hefur á landinu. 

Hann er samt ekki búinn. Kannski stígur hann enn.

Hvergi er alhvít jörð á veðurstöð og víðast hvar alautt. En það er reyndar snjór á jöklunum!

Úrkoman er komin yfir 100 mm í Reykjavík og verður spennandi að  sjá hvort úrkomumetið frá 1921, 150 mm, verður slegið.

Svo spyr fréttamaður Ríkisútvarpsins í fréttatíma veðurfræðing hvort vorið sé ekkert að koma. Í þessu felst það álit að enn hafi ekki vorað neitt. 

Ef ekki er enn farið að vora í langt liðnum apríl sem stendur sem sá tíundi hlýjasti hve nær í andskotanum hefur þá eiginlega vorað áður fyrr?

Páll Bergþórsson hefur á fasbókarsíðu sinni nokkru sinnum bent á augljós vormerki hvar sem litið er: gott ástand jarðvegsins og gróðurins. Fyrir nú utan tölulegar staðreyndir.

En sumir virðast blindir fyrir öllu nema einhverri andvormúgsefjun sem leidd er af fjölmiðlum.

Það er heilmikið vor. En það er talsvert sérkennilegt í háttum og fer sínar eigin leiðir og ætti fyrir það einmitt að fá greinagóða athygli í fjölmiðlum fremur en marklaust fuss og svei.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Ég er reyndar á góðri leið með að gefa þessum mánuði algera falleinkun.

Emil Hannes Valgeirsson, 25.4.2011 kl. 12:20

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það gildir þá væntanlega bara um Reykjavík. Annars gæti ég trúað að erfitt sé að gefa mánuði eins og apríl einkunnir. Hvor er betri kyrr norðanáttadagur með mikilli sól en talsverðum næturfrostum og 2-3 stiga dagshita eða alskýjaður dagur með rigningu og nokkrum vindi en hita allan sólarhringinn 4-7 stig? Við hvað á að miða? Góðan göngutúr, golfspil eða ástand gróðursins  t.d.? Í mínum huga er þetta ekki slæmur apríl í Reykjavík, en heldur ekki yndislegur, en í heild á landinu er hann frábær enn sem komið er. Gaman verður annars að sjá hvaða einkunn hann fær hjá þér að lokum og hvernig þeim ber þá saman við tölulegsar staðreyndir. Í gömlum veðureimildum er algengt að menn hafi gefið mánuðum einkanir sem manni finnst ekki stemma við mælingar sem líka voru gerðar. T.d. fá einhver köldustu sumur allra tíma, 1887 og 1888 minnir mig, fínar umsagnir hjá Þorvaldi Thoroddsem sem hann tekur auðvitað eftir öðrum sem upplifðu veðrið sjálfir. Hvað er það þá eignlega sem fær menn til að finnast veðurfar í vissan tíma gott eða vont?

Sigurður Þór Guðjónsson, 25.4.2011 kl. 12:50

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Í kaldasta maí allra tíma, 1979, má sjá blöðin lofa blíðuna í upphafi mánaðarins en þá skein sól alla daga sem allir voru langt undir frostmarki að meðaltali en frostlausir og varla það um hádaginn.

Sigurður Þór Guðjónsson, 25.4.2011 kl. 13:04

4 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Þetta er ágætis umhugsunarefni. Ætli veðurgerðir séu ekki misvinsælar og hitinn bara einn þáttur. Sólríkir hægviðrisdagar í apríl teljast yfirleitt góðir enda er þá aðalkuldinn á nóttinni og fer framhjá flestum. Gluggaveður spila þarna líka inní. Skoðum þetta í lok mánaðar.

Emil Hannes Valgeirsson, 25.4.2011 kl. 13:16

5 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Apríl og maí eru viðkvæmir mánuðir. Sólríkir dagar syðra í þeim mánuðum  með frábæru gluggaveðri eru ekkert sérlega hagstæðir fyrir komu gróðurs og ýmislegt annað vorlegt vegna þurrka og frosta og þá er oft hreint vetrarríki fyrir norðan. Næturfrost fara ekki framhjá jarðveginum. Rakar sunnanáttir eru þá betri en eru samt kannski ekki sérlega vel séðar. Þetta breytist svo þegar kemur vel fram á sumarið. Þá má mæla eindregið með sólardögum.

Sigurður Þór Guðjónsson, 25.4.2011 kl. 13:26

6 identicon

Hef verið að skoða gömul veðurkort inná vedur.is og árin 2009 og 2010 voru frekar köld vor en þar á undan hlý þó sérstaklega 2007 og 2008.
Í fyrra man ég samt að sólríkt var og runnarnir í garðinum mínum voru allaufgaðir í lok mars og þurfti ég að vernda þá þegar leiðindarfrost og hvassviðri kom í lok mars 2010. Nú í ár eru þeir rétt að byrja og það er 25 april. Þó það sé hlýtt og allt það þá er veðráttan leiðinleg ☺

Ég var að spá: hefurðu tekið saman gæði þeirra sumra þegar vetur og sumar hafa frosið saman og svo þeirra sumra þegar vetur og sumar hefur ekki frosið saman ?
"Skildi eitthvað vera til í þessari þjóðtrú" ☺☺☺ nei grín

Rabbi (IP-tala skráð) 25.4.2011 kl. 17:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband