Ekkert lát á vorblíðunni

Hvar endar þetta?!

Áreiðanlega með ósköpum!

Fylgiskjalið vaktar vorið fara sigurför um landið.

Nú er mjög í spátísku að tala um slyddu upp um öll fjöll. Ekki kemur svo út veðurspá án þess að slyddufjandinn sé samviskulega tíundaður.

Slyddan hefur reyndar alltaf verið og mun verða hvert vor og langt fram á sumar í rigningartíð þegar kemur upp í vissa hæð og svo snjóar meira að segja þar fyrir ofan. Aldrei hafa menn svo sem verið að taka þetta fram fyrr en núna enda hafa allir vitað það. En núna er hamrað á bévítans sleddubyljunum af því að það á víst að sýna þann fádæma hryssing sem hefur gripið veðráttuna í aprílmánuði þar sem varla hefur fest snjó í byggð og þó hærra væri farið.

En ólukkans sledduélin eru víst viðurvitni sem ekki má horfa framhjá um þau eindæma vorharðindi sem nú geisa. Eða eins og segir á málshættinum sem kom upp úr páskaegginu mínu: 

Ekki er veðurspá nema sledda sé. 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband