Gamlar greinar um veðráttu

Get ekki stillt mig um að vísa á þessa grein í Skírni 1927 um veðráttu og veðurspár eftir Jón Eyþórsson veðurfræðing. Þar birtast opinberlega líklega fyrstu veðurkort fyrir Ísland sem sjást hafa á prenti hér á landi. Það er gaman að þessari grein.

Þá eru ekki síðri endurminningar Guðmundar skálds Friðjónssonar frá Sandi um harðindaárin 1880-1886 sem kom í Skírni 1938. 

Guðmundi mundi eflaust láta sér fátt um finnast kveinstafi okkar núna yfir tíðinni.

Athugasemd: Fyrir utan það að þessi júní, sem fylgiskjalið nær nú utan um í heild, náði meðallaginu að hita í Reykjavík flýgur hann líka næstum því inn á miðjan topp tíu listann fyrir sólríkustu júnímánuði.

Ekki kæmi mér á óvart þó besti tími sumarsins sé nú að baki!  

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Trausti Jónsson

Þá má líka benda á góðar greinar Jóns í Skírni 1919 þar sem hann fer breitt yfir svið veðurfræðinnar og stöðu hennar um þær mundir, og í Skírni 1926 en þar ræðir hann um loftslagsbreytingar á Íslandi og Grænlandi frá landnámsöld. Mæli með báðum.

Trausti Jónsson, 28.6.2011 kl. 23:12

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Var einmitt að skoða þær áðan en nennti ekki að vísa á þær. Hér með bætt úr því, 1919, 1926.

Sigurður Þór Guðjónsson, 28.6.2011 kl. 23:29

3 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Veðrið á Íslandi er, og verður aldrei, eins og í ESB.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 29.6.2011 kl. 05:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband