Fréttaskýring

Það er engum blöðum um það að fletta eða snjóboltum um það að kasta að þetta kuldakast stafar af gróðurhúsaáhrifunum og hinni ógurlegu hlýnun jarðar. 

Öfgar í veðurfari (og hvers kyns óárán) fylgja henni eins og allir vita!

En í mínu ungdæmi hefði veður af þessu tagi reyndar verið kallað stórhríðarveður eða bara stórhríð.


mbl.is Níu látnir eftir óveður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Hver hélt því fram að þetta hefði eitthvað með gróðurhúsaáhrifin að gera Sigurður - stendur ekkert um það í fréttinni? Reyndar merkilegt að engin skuli enn þá hafa fullyrt að þetta óveður sé óræk sönnun þess að gróðurhúsakenningin sé bull (enda snjókoma og kuldi) - eins og stundum vill verða, virðist nánast vera reglulegur viðburður að einhverjir fullyrða í þá áttina...

Hitt er svo annað mál að öfgar í veðurfari geta átt sér stað vegna hlýnunar loftslags - þó ekki sé hægt að kenna allar stórhríðir eða óveður upp á það...enda vandasamt að fullyrða um það og fæstir sem taka þátt í þessari umræðu á málefnalegan hátt hafa uppi þess háttar staðhæfingar án þess að því fylgi alls kyns fyrirvarar. Hér má lesa eitthvað um hugsanleg tengsl öfga og hlýnunar, http://www.loftslag.is/?p=12510 og svo http://www.loftslag.is/?p=8919 (þar sem m.a. er tilvísun í nimbus).

Sveinn Atli Gunnarsson, 31.10.2011 kl. 14:07

2 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Hér má ég vonandi vitna í orð skáldsins:

„Þess má geta að ég nota ofhvörf mikið í stíl og hefur það verið nóterað af gagnrýnendum sem einkenni … en það fyrirbæri hefur líka þann eiginleika að lesandin veit aldrei alveg hvað mikið á að taka þau alvarlega.“
Sigurður Þór Guðjónsson, 26.10.2011 kl. 13:1

Emil Hannes Valgeirsson, 31.10.2011 kl. 16:47

3 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Góður punktur Emil...það má alltaf taka sér skáldaleyfi.

Sveinn Atli Gunnarsson, 31.10.2011 kl. 16:55

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það er líka til eitthvvað til sem heitir íronía.

Sigurður Þór Guðjónsson, 31.10.2011 kl. 19:01

5 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Þekki íróníuna, nota hana stundum sjálfur, fyrir þá sem ekki hafa tekið eftir því ;)

En hitt er annað mál að það má ekki taka sig svo alvarlega að maður móðgist við að einhver komi með aðrar vangaveltur en maður sjálfur - hvort sem það er írónía, skáldaleyfi, ofhvörf eða annað...

Sveinn Atli Gunnarsson, 31.10.2011 kl. 23:04

6 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Tökum þessu létt svo lengi sem menn fara ekki að kasta snjóboltum úr gróðurhúsum.

En snjóbylur, eins og stendur í fréttinni er leiðinlegt orð. Sama má segja um snjóstorm. Það má ekki gleyma íslensku hríðinni.

Emil Hannes Valgeirsson, 1.11.2011 kl. 01:00

7 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ég held að  þetta varðandi blöð, snjóbolta, áhrif gróðurhúsa og ógurlega hlýnun jarðar sé rétt ályktun hjá Sigurði Þór.  Um það er ekki hægt að deila. 

Mér skilst að það hafi ekki snjóað svona mikið í New York síðan árið 1869, eða eins lengi og elstu skrár herma.  

Takk fyrir ánægjulega og fróðlega pistla Sigurður Þór og njóttu hlýjunnar meðan hægt er. 

Ágúst H Bjarnason, 1.11.2011 kl. 15:37

8 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Þakka þér Sigurður fyrir að leyfa athugasemdir hjá þér, þeim fækkar ört sem leyfa fólki að koma með athugasemdir við gullkornin sín 

Höskuldur Búi Jónsson, 1.11.2011 kl. 17:32

9 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Hér mega allir koma sem hegða sér! Og menn mega alveg móðgast og rjúka upp hver um annan þveran! Svo jafnar það sig. Þannig er nú bara mannlífið. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 1.11.2011 kl. 19:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband