Ekki alhvítur desember í Reykjavík

Í morgun var talin flekkótt jörð í Reykjavík af snjó en snjódýpt samt talin 7 cm. Þetta er nákvæmlega það sem ég var að tala um í siðasta bloggpistli, snjódýpt væri oft tilgreind þó jörð væri aðeins að hálfu leyti hulin snjó eins og var í morgun.

Það er því öruggt að þessi desember ætlar ekki að verða sá fyrsti í höfuðborginni sem talinn er alhvítur alla morgna en það hefur aldrei átt sér stað síðan byrjað var að fylgjast með slíku fyrir einum 85 árum síðan. 

Meðalhitinn í Reykjavík er nú -2,4 stig sem líka er 2,4 stig undir meðallaginu. 

Í nótt fór hitinn á Dalatanga í 12,0 stig en 13,2° á sjálfvirka mælinum á sama stað. Þetta er mesti hiti sem enn hefur mælst á landinu í mánuðinum.  Í Reykjavík fór hitinn í 7,5 stig í gærkvöldi.

Mér finnst gott að fá þessa litlu hláku, þó ekki væri nema vegna þess að víða á gangstéttum er nú svo mikið af auðum skellum að hægt er að forðast að ganga á klaka sem er alveg skelfilega háll. Einn vinur minn datt um daginn og brotnaði mjög illa.

Það var smárok sums staðar í nótt og sumir fjölmiðlar eru að segja að nú sé komið vont veður í stað þess góða sem átti að hafa verið í froststillunni.

Það er samt besta veður núna þó ekki sé frost. Og ég er þakklátur fyrir alla hláku þá skammvin sé. Allt er betra en kuldi dag eftir dag eftir dag.

Það þyrfti bara að koma góð hláka í nokkra daga til að hreinsa upp allan snjóinn. En því er nú víst ekki að heilsa.

Nenni svo ekki að taka það fram enn einu sinni að ekkert er ömurlegra en hvít jól nema ef vera skyldi hvít jól með hörkufrosti! 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ja, ég bý í efri byggðum Kópavogs og þar hefur verið alhvít jörð á hverjum morgni allan desember. Þó eitthvað hafi hlánað í gær og fyrradag, þá dugði það ekki til að sæist í auðan blett nema þar sem rutt hafði verið ofan af.  Snjódýpt er líka meiri en 7 sm að jafnaði, líklegast nær því að vera 15 sm eftir hríð næturinnar.

Veðurstofan  er ofan á hálsi og liggur því hærra en byggðin í kring.  Ég reikna með að starfsmenn horfi út um gluggann og skoði það sem fyrir augum ber.

Spurningin er hvaða kröfu menn gera til flekkóttrar jarðar.  Er nóg að sjáist í auða jörð við sjávarsíðuna eða verður að sjást í auða jörð alls staðar á Reykjavíkursvæðinu?   Lítið er að marka miðborgarsvæði, þar sem vegir, gangstéttar og torg eru ýmist rudd eða upphituð.  

Marinó G. Njálsson, 23.12.2011 kl. 13:02

2 identicon

Ég óska öllum kattavinum gleðilegra jóla. Mjá!

Mali jólaköttur (IP-tala skráð) 24.12.2011 kl. 17:18

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Mér skilst að desember hafi hingað til verið samt alhvítur en einhverjar villur á sveimi. Þetta mun líklega skýrast bráðlega.

Sigurður Þór Guðjónsson, 29.12.2011 kl. 16:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband