Snjólaust í Reykjavík og hiti yfir meðallagi

Þegar janúar er hálfnaður er hitinn í Reykjavík 0,9 stig yfir meðallagi. Og í morgun var jörð þar talin alauð samkvæmt reglum en þær líta framhjá klakabunkum og snjólænum. Síðar i dag fór reyndar að snjóa. 

Það er því ekki hægt að segja að þessi janúar sverji sig alveg í ætt við desember sem sannarlega var ansi kaldur og einstaklega snjóamikill.

Framundan eru þó því miður engin hlýindi. 

Úrkoman í Reykjavík er þegar komin 17% fram yfir meðaltal alls janúarmánaðar.  

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Þeir hafa sem sagt úrskurðað jörð alauða í morgun. Ég velti einmitt mikið fyrir mér hvort ég ætti að setja snjótákn í mína veðurdagbók í gærkvöldi en tók að lokum þá erfiðu ákvörðun að sleppa því. Síðast skráði ég snjólausa jörð á miðnætti þann 23. nóvember sem þýðir að snjódagarnir urðu 53 í röð. Snjóhúsatákn, fyrir mikinn snjó, setti ég við 29. desember.

Emil Hannes Valgeirsson, 17.1.2012 kl. 22:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband