Hitamet í Borgarfiði

Í dag fór hitinn í Stafholtsey í Borgarfirði í 21,6 stig. Það er mesti hiti sem mælst hefur í Borgarfjarðarhéraði í maí á mannaðri stöð. En á sjálfvirku stöðinni á Hvanneyri komu 21,7 stig þ. 8. árið 2006 og en þá mældist gamla metið einnig í Stafholtsey, 21,2 stig. Sama dag mældust 21,5 stig á Húsafelli en í dag 20,1 stig.  

Mjög hlýtt loft er nú yfir landinu, einkum vestantil. Á miðnætti var frostmarkshæð yfir Keflavík 3218 metrar (á hádegi í gær 3660) og þykktin var þá 5565 metrar en ekki komu háloftamælingar á hádegi frá Keflavikurflugvelli fremur en vanalega þegar mikið liggur við!

 


mbl.is 21,6 gráður í Húsafelli í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Hvursu stór er Borgarfjörður? (Svona í veðurfarslegu tilliti?)   

Halldór Egill Guðnason, 31.5.2012 kl. 04:05

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég hef Borgarfjörðin í huga eftir því hvar hafa verið hitamælingar. Gilsbakki (1888-1912) en þar voru ekki hámarksmælingar, Síðumúli í Hvítársíðu (1934-1986), Harmaendar (1986-1988), Stafhloltsey (frá 1988), Hvanneyri (1923-1944 og 1963-1993), Fitjar í Skorradal (1979-1981). Þarna var mælt á kvikasilfursmæla. Svo eru sjálfvirkar stöðvar á Hvanneyi (1997) Hafnarmelum (1998), vegagerðastöð við Hafnarfjall (1995), Litla-Skarð (2000) og Húsafell (1999.

Sigurður Þór Guðjónsson, 31.5.2012 kl. 16:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband