Mannslíf eru í húfi

Gunnar Gíslason  sérfrćđingur í hjartasjúkdómum, telur ađ banna eigi eitt algengasta verkjalyf sem ávísađ er á gigtarsjúklinga. Lyfiđ er taliđ valda dauđa meira en eitt hundrađ Dana á ári hverju. Svo segir í fréttinni í hádeginu í Ríkisútvarpinu og hér er vísađ til.

Ţađ má slá ţví föstu ađ fjölmargir Íslendingar hafi í góđri trú tekiđ lyf úr ţessum hćttulega lyfjaflokki árum saman án ţess ađ hafa nokkurn grun um hćtturnar. Enda veit ég ekki til ađ nokkurn tíma hafi veriđ varađ viđ ţessum lyfjum hér á landi.

Áreiđanlega eru ţeir líka margir sem tóku fyrst lyfiđ víox, sem tekiđ var af markađi vegna ţess hve hćttulegt ţađ er, en hafa síđan tekiđ ţessi lyf sem Gunnar telur einnig lífshćttuleg. Ţeirra á međal er ég.

Hvers eiga sjúklingarnir eiginlega ađ gjalda?

Hvađ hafa ţessi lyf valdiđ miklum skađa hér á landi eđa dauđsföllum? Í hverju er hćttan fólgin? Hverfur hún ţegar töku lyfjanna er hćtt eđa veldur notkun ţeirra um einhvern tíma varanlegum skađa í líkamanum?

Ţađ hlýtur nú ađ fara um ţá sem lengi hafa notađ ţessi lyf viđ ţessar fréttir og ţeir eiga kröfu á ţví ađ nákvćmar upplýsingar um lyfiđ og skađsemi ţess, ef hún er slík sem Gunnar heldur fram, berist frá heilbrigđisyfirvöldum. Ţetta hljóta ađ vera hrollvekjandi fréttir fyrir líklega ţúsundir einstaklinga. 
 
Gigt er andstyggileg en hún er ekki banvćn. En svo verđur hún ţađ bara út af tilteknum lyfjum!
 

Gunnar Gíslason segir ađ lćknar ávísi ''ţessum lyfjum af gömlum vana og ađ varnađarorđ frá yfirvöldum nái ekki eyrum ţeirra''.

Eftir orđanna hljóđan, hvađ segja ţau um árverkni, ábyrgđ og virđingu lćkna fyrir lífi sjúklinga sinna? Eđa er Gunnar bara ađ rugla?

Og hvađ svo? Birtist ţessi frétt, kannski ađeins í Ríkisútvarpinu, bara sisvona án ţess ađ nokkrar umrćđur eđa ađgerđir komi í kjölfariđ?

Viđbót 24. 6.:Í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins var skýrt frá ţví ađ íslenskir lćknar ávísi fjórum sinnum meira af ţessum lyfjum en danskir lćknar og meira en ađrir lćknar á norđurlöndum. Ţrjátíu og fimm ţúsundir taki hér ţessi lyf. Sagt var líka ađ ekki vćri von á neinum bráđum ađgerđum vegna ţessa.

Hvađ ţarf eiginlega til? 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband