Tom Cruise á Íslandi

Í gær mældist hitinn á Egilsstaðaflugvelli 21,5 stig og á nokkrum öðrum stöðvum náði hitinn tuttugu stigum.  Eigi að síður mældist meiri hiti á landinu alla fyrstu fjóra daga mánaðarins.

Þetta er svo sem ekki neitt neitt.

Mesti hiti sem mælst hefur á landinu, 30,5 stig á Teigarhorni, mældist einmitt þann 22. júní árið 1939 og þann 23. árið 1974 nældust 29,4 stig á Akureyri. Hitinn í gær og væntanlega í dag sætir því svo sem engum sérstökum tíðindum en er góður samt.

Hlýtt er þar sem Tom Cruise er að vafstra  fyrir norðan ásamt sínu liði, gæti alveg gengið sem veður í siðmenntuðum löndum Evrópu og Ameríku en auðvitað ekki í úrvalsflokki hvað hitastigið varðar. Svo halda þeir að þetta sé bara hversdagslegt veður á landinu. Þetta sé bara alltaf svona hér á þessum árstíma!

Verst að ekki skuli vera hægt að bjóða Tuma þumal upp á 30 stiga hitann sem sagt er að sé alveg yfirvofandi á landinu við gott tækifæri!  Annars finnst útlendignum sem vanir eru yfir 30 stiga hita á daginn í sínum heimalöndum á sumrin kanski bara þægilegt að fá sól og 20 stig þegar þeir eru að vinna úti við.

Pólskur eftirlaunaþegi tók um daginn vitlausa ferju úti í Danmörku og lenti á austfjörðum. Honum fannst kalt á Íslandi enda var þá kuldakast austanlands.

Það er annars merkilegur fjandi hvað fólk sem dvelur nokkra daga á Íslandi hefur sterka tilhneigingu til að halda að veðrið þá daga sem það er á landinu sé alveg dæmigert þó það sé það kannski alls ekki. Þó er þetta oft fólk sem á heima í tempraða loftslagsbeltinu þar sem veður er oft mjög breytilegt.

Mikið væri það nú gott ef hægt væri að sjá töflu um daglegan hámarks- og lágmarkshita (og auðvitað frá miðnætti til miðnættis) á hverri sjálfri stöð á vefsíðu Veðurstofunar. Slíka töflu er hægt að sjá fyrir mönnuðu stövarnar.    Meðalhitinn í júní í Reykjavík er hátt yfir meðallagi en er enn þá undir því á Akureyri. Sólskinsstundir í Reykjavík eru þegar komnar vel fyir meðallag.
  Þurrkarnir eru svo kapituli út af fyrir sig.
  Þetta má allt sjá í hinu staðfasta fylgiskjali.   
 

Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Tumi Þumall!..

Sigurður þó....

Hvenær ma vænta 30 stiganna?

Halldór Egill Guðnason, 24.6.2012 kl. 02:51

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Sá talað um Tuma þumal einhvers staðar á feisbúkk en Tom Cruise er víst mjög lágvaxinn. Þrjátíu stigin koma vonandi í einhverri hitabylgjunni en margar veðurstöðvar eru nú að vakta og flestar sjálfvirkar. Það segir reyndar sína sögu um það hve landið er sumarsvalt að aldrei hefur mælst 30 stiga hiti í sérstæðu hitamælaskýli sem mælir með kvikasilfursmælum. Það hefði nú verið gaman ef allar þær stöðvar sem nú mæla hefðu mælt árið 1939. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 24.6.2012 kl. 12:35

3 Smámynd: Birnuson

Mestur hiti á laugardaginn 15,1 stig segir Veðurstofan... Í garðinum hjá mér lítið eitt austar á ásnum var svo heitt að fólk leitaði í skugga. Annars er villa í fylgiskjalinu góða: hlýjasti júní - 11,4 stig - var ekki 2011 heldur 2010 að ég hygg. Beztu þakkir.

Birnuson, 25.6.2012 kl. 00:11

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Takk fyrir ábendinguna Birnuson. Auðvitað var það 2010. Ásláttarvillurnar ansi hvimleiðar.

Sigurður Þór Guðjónsson, 25.6.2012 kl. 01:43

5 identicon

Tóm krús hefur bjargað heiminum oft og mörgum sinnum og á að njóta sérstakrar virðingar. Já eins og ég til dæmis.

Jón bóndi (IP-tala skráð) 25.6.2012 kl. 22:08

6 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Takk fyrir síðast Jón bóndi. Þú bjargaðir alveg tölvumálunum.

Sigurður Þór Guðjónsson, 26.6.2012 kl. 00:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband