Júnímánuður með ólíkindum

Það má með sanni segja að júní sem var að líða hafi verið þurrviðrasamur og sólríkur. 

Hann er meira að segja þurrasti júní sem mælst hefur í Stykkishólmi alveg frá 1857.

Þurrkamet fyrir júní hafa verið sett á fjölmörgum veðurstöðvum vestanlands, með mislanga mælingasögu, allt frá Faxaflóa og að Ströndum og Tröllaskaga.

Ekki var þó þurrkametið slegið í Reykjavík. 

Svo kemur það í ljós í fyrramálið hvort þetta sé ekki næst sólríkasti júní sem mælst hefur í Reykjavík og þar með einn af fimm sólríkustu mánuðum sem mælst hafa nokkru sinni í höfuðborginni. 

Loks er mánuðurnn alveg við það að komast inn á lista yfir tíu hlýjustu júnímánuði í Reykjavík en fremur kalt var reyndar víða á austanverðu landinu. 

Þessi kosningamánuður var sem sagt ekkert venjulegur. Það má jafnvel segja að hann sé um sumt með hreinum ólíkindum eins og ýmislegt í úrslitum forsetakosninganna! 

Viðbót 1.7.: Júní sem var að líða er sá næst sólríkasti sem mælst hefur í Reykjavík og þriðji sólríkasti mánuður yfirleitt sem þar hefur mælst. Og þetta er sólríkasti mánuður sem komið hefur í borginni eftir maí 1958. Það er því engin þörf að kvarta þegar blessuð sólin skín. - Þrátt fyrir allt.   


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Þetta er frábær árangur hjá sólskininu. Veðurfylgiskjalið er líka frábært að venju.

Emil Hannes Valgeirsson, 1.7.2012 kl. 15:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband