Der Stürmer gengur aftur

Á Moggablogginu er nú færsla sem fjallar um það að hælisleitandi frá Írak hefur verið fluttur úr landi til Noregs. Færslan er ekki vinsamleg í garð hælisleitanda. En það er fyrirsögnin sem hlýtur að vekja sérstaka athygli.

"Aflúsun".

Það er alveg ómögulegt að skilja þessa fyrirsögn öðruvísi en þannig að með því að flytja manninn úr landi sé verið að aflúsa íslensku þjóðina. 

Litið er á manneskjur sem lýs.

Þetta gæti verið tekið beint upp úr Der Stürmer, hinu alræmda gyðingahatursblaði nazista en ritstjóri þess var að lokum hengdur fyrir glæpi gegn mannkyni. Þá voru það gyðingar sem urðu fyrir hatrinu, nú eru það hælisleitendur, flóttamenn og  innflytjendur. Og þessi tónn er að verða óhugnanlega  algengur hér á landi um þá hópa ef dæma má eftir skrifum á netinu.

Menn geta haft deildar meiningar um málefni hælisleitenda en menn tala ekki um manneskjur sem lýs. Það er einfaldlega hatursáróður.

Brýtur þetta annars ekki í bága við skilmála blogg is. um óviðurkvæmilegan málflutning?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband