Mikil úrkoma á austfjörðum

Á austfjörðum hefur verið mikil úrkoma síðustu þrjá dagana. Á Skjaldþingsstöðum í Vopnafirði hefur hún þrjá síðustu morgna og svo í dag verið samtals fir 180 mm. Þar hafði verið mjög lítil úrkoma þennan mánuð þangað til. Á Eskifirði hefur úrkoman síðustu þrjá sólarhringa verið um 180 mm, á Fáskrúðsfirði 160 mm, á Seyðisfirði um 135 mm, en ekki meiri en kringum 80 mm á úrkomustöð við Neskaupstað. 

Það er rigning á láglegndi en snjókoma til fjalla.

Viðbót 30. jan: Enn er ekkert lát á úrkomunni á austfjörðum: Úrkoman síðustu fjóra sólarahringa er nú orðin þessi: Eskifjörður 235 mm, Fáskrúðsfjörður 210 mm, Skjaldþingsstaðir í Vopnafirði 204 mm, Neskaupstaður 83 mm, sjálfvirk stöð á Neskaupstað 106 mm, Seyðisfjörður rétt tæpir 200 mm. Mest úrkoma í morgun var mæld 86,8 mm á Hánefsstöðum í Seyðisfirði. Ekki komu þaðan upplýsingar í gær en síðustu fjóra daga, að gærdeginum frátöldum, hafa þar mælst 153 mm. Það þarf ekkert að segja manni það að þar hafi engin úrkoma mælst í gær þó engar upplýsingar hafi borist. Og er þetta frábært dæmi um hve bagalegt það er sem oft ber við að upplýsingar frá úrkomustöðum berist EKKI daglega, jafnvel þó rigni eldi og brennisteini ef svo má segja.   

Viðbót 1.2. Eftir mínum fljótheita útreikningum er þessi janúar langt fyrir ofan meðallag á landinu, líklega í sjöunda sæti að hlýindum á landinu,á eftir 1950 en sennilega hlýrri en 1964 (þó ekki i Reykajvík). Hann er sá 7. hlýjasti í Reykjavík. Fylgiskjalið fylgdist grannt með honum allan tímann!   


mbl.is Snjóflóðahætta á Austfjörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband