Fyrirvarar

Það þarf að taka þessa frétt að nýtt kuldamet fyrir byggð í maí hafi verið sett með -17,6 stiga frosti á Grímsstöðum með þó nokkrum fyrirvara.

Gamla metið, sem sagt er að hafi verið slegið, -17,4 þ. 1. 1977 á Möðrudal á Fjöllum, var mælt á kvikasilfursmæli en þá voru engar sjálfvirkar hitamælingar.

Þessi mæling í nótt á Grímsstöðum -17,6 stig var gerð á sjálfvirkan mæli sem alveg er nýbúið að setja upp. Ekki efa ég að mælingin sé í sjálfu sér rétt. Hins vegar mældist á kvikasilfursmælinum á Grímsstöðum ,,aðeins'' -14,5 stig. Munurinn er sláandi, 3,1 stig. Mesta frost sem mælst hefur í mái á Grímsstöðum á kvikasilfursmæli er -16,4 stig sem mældist svo seint í mánuðinum sem þann 19. í hrylingsmaímánuðinum  1979 og sömu nótt mældust -17,0 stig á Brú á Jökuldal á pjúra kvikasilfur.

Menn verða að mínu áliti aðeins að hugsa sig um stundum þegar þessar sjálfvirku stöðvar rjúka upp með íslandsmet í  kulda eða hita. 

Hvað kuldann snertir í byrjun þessa mánaðar, sem vissulega er ekkert grín, hafa samt ekki fallið nein kuldamet fyrir maí nema á einni stöð, að því er ég best veit, sem athugað hafa til dæmis í kuldaköstunum í maí 1982, 1979, 1977, 1967 eða 1968 til dæmis eða þá 1955 og 1943 og enn aftar, hvorki á stöðvum sem hafa verið mannaðar allan tímann eða á stöðvum sem voru mannaðar lengi en hafa svo haldið áfram á seinni árum sem sjálfvirkar. 

Þessi eina stöð er Hella á Rangárvöllum sem athugað hefur frá 1958. Þar mældist mest á kvikasilfrið -8,2 stig þ. 18. 1979 en í nótt mældist þar á sjálfvirku stöðinni -10,3 stig. En er þetta í rauninni sama stöð?

Á nokkrum þrælmönnuðum stöðvum sem hófu að mæla kringum 1990 hafa met hins vegar fallið. 

En gömlu súperkuldametin í maí frá 1982 og fyrr standa á þeim stöðvum sem staðið hafa vaktina allan tímann til þessa dags.

Það er enginn vafi í mínum huga að þessi sjálfvirka Grímsstaðamæling er ekki vitnisburður um mesta maíkulda sem komið hefur á landinu í byggð eftir að hitamælingar hófust. 

Nú er ég reyndar að taka saman smá dót um þessi alræmdu kuldaköst í maí á fyrri tíð og birti það kannski á þessari síðu.

Ef ég dett þá ekki dauður niður í miðjum klíðum úr kulda og vosbúð!

Viðbót: Ég er víst þegar búinn að skrifa svona pistil um hret í maí.

 


mbl.is Nýtt kuldamet fyrir maí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband