Fyrstu tuttugu stigin

Í dag mældist í fyrsta sinn á þessu ári 20 stiga hiti eða meira á landinu.

Hlýjast varð 22,0 stig á Raufarhöfn. 

Í Ásbyrgi varð hitinn 21,0 stig, 20,3 á Húsavík og 20,0 á Möðruvöllum í Hörgárdal.

Mestur hiti á mannaðri stöð voru slétt 20,0 stig á Mánárbakka (20,7 á sjálfvirku stöðinni) en það er satt að segja ekkert vit í því lengur að greina mönnuðu stöðvarnar frá þeim sjálfvirku. 

Ekki er útilokað að hiti eigi enn eftir að komast í 20 stig á stöku stað á norðausturlandi og austfjörðum. 

Meðaltal mesta hita á landinu þennan dag er um sextán stig, mestur varð hann 1941, 25,7 stig en minnstur 1975, 9,5 stig. Þessar tölur fyrir dag hvern má  sjá í hinu óbifanlega fylgiskjali, fylgnasta sér skjali landsins! 

Maí sem var að líða var svo engan vegin jafn galinn og af er látið! 

Svo er bara að sjá til hvernig júní og sumarið í heild spjarar sig. 

Viðbót: Ekki náðust fleiri tuttugu stig en Eskifjörður komst nærri því með 19,5 stig um sjö leytið.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband