Reykjavík og Akureyri

Nú vill svo til að meðalhitinn það sem af er ágúst (eftir 23 daga) er nákvæmlega sá sami í Reykjavík og á Akureyri, 10,4 stig. Það er í réttu meðallagi í Reykjavík en 0,1 yfir á Akureyri, miðað við meðallag áranna 1961-1990 sem sumir ætla reyndar vitlausir að verða ef við er miðað!

Þegar rýnt er í hitann kemur fram ýmis konar munur sem er á gangi dægursveiflunnar á þessum stöðum við sama meðalhita. Ef miðað er við mælingar á þriggja tíma fresti er hlýrra á Akureyri en í Reykjavík frá hádegi og framundir kvöld en hlýrra er annars í Reykjavík. Meðaltal hámarkshita er heilu stigi hærra á Akureyri en í Reykjavík en meðaltal lágmarkshita er hálfu stigi hlýrra í Reykjavík en á Akureyri. Dægursveiflan er því 6,8 stig á Akureyri en 5,3 stig í Reykjavík eftir þeim aðferðum sem ég nota við útreikninga á henni.

Alla dagana (24) hefur hámarkshitinn komist í tíu stig í Reykjavík eða meira en þrjá daga hefur hann ekki gert það á Akureyri. Aftur á móti hefur hámarkshitinn í 11 daga á Akureyri farið í 15 stig eða meira en aðeins þrjá daga í Reykjavík. 

Úrkoman í Reykjavík er 48,2 mm en 11,9 mm á Akureyri. 

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Af hverju miðar þú bara ekki við meðaltal áranna 1861-1890 til að tryggja að meðalhitinn í ágúst 2013 sé örugglega hærri? . . . ;)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 25.8.2013 kl. 11:46

2 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Takk fyrir fróðleikinn Sigurður - leiðinlegt að einhverjir reynist vitlausir verða þegar bent er á staðreyndir - en svona virðist lífið stundum vera.

Sveinn Atli Gunnarsson, 25.8.2013 kl. 12:49

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Meðaltalið 1961-1990 er í fullu gildi sem alþjóðleg viðmiðun í veðurfræði. En í fylgikskjalinu er hægt að finna meðaltöl hvers mánaðar einnig fyrir árin 1931-1960 og fyrir þessa öld, 2001-2012, bæði fyrir Reykjavik og Akureyri.

Sigurður Þór Guðjónsson, 25.8.2013 kl. 13:14

4 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Úr þessu má teljast gott ef meðalhiti mánaðarins í Rvík endar yfir 10 stigum. Kaldasta vikan eftir og svo skellur á norðanhret. Já slæmt er það og ég farinn að hljóma eins og Hilmar! Kannski að það sé bara að kólna á Íslandi.

Emil Hannes Valgeirsson, 25.8.2013 kl. 20:14

5 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Snjóa mun um land allt áður en mánuðurinn er allur og munu þá ýmsir reka upp kuldahlátur!

Sigurður Þór Guðjónsson, 25.8.2013 kl. 22:23

6 identicon

Hver veit nema sérlegur gestapenni loftslag.is verði sannspár að þessu sinni:

"Veðurstofan spáir illviðri á Norðurlandi á föstudag og laugardag... Hrafn Guðmundsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir veðurspánna keimlíka því veðri sem var í september fyrra þegar hundruð kinda drápust þegar þær fennti í kaf." (http://visir.is/spair-nordanstormi-a-fostudag/article/2013130829355)

Sanntrúaðir ofsahlýnunarsinnar geta lagst í rannsóknir á Bræðslunni á Borgarfirði Eystra... ;)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 26.8.2013 kl. 17:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband