Hret í ágúst

Þetta var auma hamfaraveðrið!

Sem betur fer verður maður nú að segja.

Alls staðar á veðurstöðvum var alautt í morgun og engin í byggð mældi frost. 

Smávegis snjór er aðeins á stöku fjallvegi. 

Leyfi mér svo fyrir hretaðdáendur að vísa á þennan gamla bloggpistlil um hret í ágúst.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birnuson

Lítið fór fyrir hamförunum, það er satt.

En hvað er að segja um sumarveðráttuna hér suðvestanlands? Þó að engir kuldar hafi verið í Reykjavík hafa aðeins 20 dagar verið úrkomulausir frá miðjum maí og  í hverjum mánuði síðan hefur úrkoma verið yfir meðallagi en sólarstundir undir. Apríl sólríkasti mánuður ársins! Hversu venjulegt er þetta?

Birnuson, 2.9.2013 kl. 13:51

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Býst við að þessu verði gerð rækileg skil mjög bráðlega á heimasíðu Veðurstofunnar en ég hef ekki ráðrúm núna til að fara neitt í þetta.

Sigurður Þór Guðjónsson, 2.9.2013 kl. 14:10

3 Smámynd: Birnuson

Nei, það get ég skilið! Þakkir fyrir svarið.

Birnuson, 2.9.2013 kl. 14:33

4 identicon

Snjóaði á láglendi í Ölfusinu SÞG, en það telst þá varla vera "Ísland" hjá þér :)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 12.9.2013 kl. 16:17

5 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það var líka flekkótt í morgun á Hjarðarfelli á Snæfellsnesi sunnanverðu og það sést í fylgiskjalinu.  Ég fylgist með öllu frá fjöru til fjalla væni minn!

Sigurður Þór Guðjónsson, 13.9.2013 kl. 00:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband