Sotsjí

Meðalhitinn í Sotsjí í febrúar er 6 stig. Gangur daglegs hita er að meðaltali 3-10 stig. Mesti hiti sem nokkru sinni hefur mælst í mánuðinum er 24 stig en mestur kuldi -14 stig. Mánaðarúrkoman er um 125 mm og úrkomudagar eru 14 að meðaltali.

Hér er hægt að sjá töflu nokkurra daglegra veðurþátta fyrir Sotsjí eftir því sem febrúar 2014 líður.

Lengst til vinstri er dagsetningin, þá lágmarkshiti (blátt), meðalhiti sólarhringsins (grænt), hámarkshiti (rautt), þá vik hitans frá dagsmeðaltal og loks lengst til hægri sólarhringsúrkoman í millimetrum. Neðst á síðunni er línurit sem sýnir daglegan lágmarkshita, meðalhita og hámarkshita en deplarnir fyrir ofan og neðan sýna mesta og minnsta hita sem mælst hefur á staðnum viðkomandi dag.

Dálkurinn til hægri sem tölusettur er 1-29 sýnir hver mestur hiti hefur mælst viðkomandi dag og hvaða ár. Ef svo er smellt á bláa dökka flötinn fyrir ofan dagsetningarnar kemur á sama hátt upp lægsti hiti sem mælst hefur viðkomandi dag og hvaða ár það hefur verið. 

Hér sést febrúarveðurfar í Sotsjí. Og hér ásamt daglegu veðri.   

Daglegt veður í Sotsjí er víða hægt að sjá, til dæmis á  Wunderground (með gerfinhattamynd)WeatherOnline, Weather Channel, Weather Network,  Weather City, AccuWeather, BBC Weather (með korti)

Hér er líka Rússlandskort yfir hita og skýjafar. 

Þetta er svo síða ólympíuleikana í Sotsjí.

 

     

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband