Fjórði þurrasti febrúar í Reykjavík

Þessi febrúar reyndist vera sá fjórði þurrasti sem mælst hefur í Reykjavík frá 1885. Úrkoman var 13,6, mm en var minnst 1966 4,9 mm, 9,0 mm í þeim ískalda febrúar 1885, og 10,0 mm árið 1900. Árið 1838 mældi Jón Þorsteinsson 8 mm í Reykjavík en þær mælingar eru kannski ekki alveg sambæirlegar við síðari mælingar. Úrkomudagar voru núna fimm en frá stofnun Veðurstofunnar 1920 hafa þeir fæstir verið þrír í febrúar 1947, þeim sólríkasta sem mælst hefur og fimm í febrúar 1977. Árið 1966, í úrkomuminnsta febrúar, voru þeir hins vegar 7. 

Úrkomuminnsti febrúar sem mælst hefur á landinu í heild er talin vera árið 1900 en næstur kemur frá þeim tíma 1977, 1901 og 1966. Þess má geta að febrúar árið 2010 er talinn sá 11. þurrasti frá 1900 á landinu. Allir búir að gleyma honum!

Sá febrúar sem nú er að líða kemst varla mjög hátt á þurrkalista alls landsins því sums staðar hefur verið veruleg útkoma. En nokkur þurrkamet einstakra stöðva sem allengi hafa athugað veit ég um: Í Stafholtsey í Borgarfirði hefur alls engin úrkoma mælst (stöðin er um 25 ára). Í febrúar 1977 mældust 0,2 mm í Síðumúla í Hvítársíðu. Í Stykkishólmi er þetta næst þurrasti febrúar, alveg frá 1857 en minnst var árið 1977. Á Bergsstöðum í Skagafirði hefur ekki mælst minni febrúarúrkoma eða í nokkrum mánuði, 0,4 mm, frá 1979.  Á Þingvöllum, þar sem er sjálfvirk úrkomustöð en var lengi mpönnuð, hefur líklega ekki mælst minni úrkoma í febrúar.  Kannski minnir þessi mánuður núna nokkuð á  febrúar 1977. Þá var þrálát  austanátt eins og nú og meturrkar, í alveg bókstaflegum skilningi, á vesturlandi og mjög þurrt var á norðvestanverðu landinu. En okkar mánuður er miklu mildari en 1977.

Hiti mánaðarins er hár miðað við febrúar eins og sjá má i fylgiskjalinu.     

Búið er að setja þennan mánuð inn í úrkomutöfluna í færslunni  Úrkoma í Reykjavík.  

Vona að ég móðgi engan þó mér finnst þessi febrúar hafa verið góður fyrir Reykvikinga og reyndar allur veturinn sem af er. Ekki hversdagslegt t.d. að hiti komist í 8 stig í glaða sólskini síðasta daginn  í febrúar.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Já góður var hann í Reykjavík. Náði toppeinkunn í mínum bókum.

Emil Hannes Valgeirsson, 28.2.2014 kl. 21:01

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Kannt gott að meta.

Sigurður Þór Guðjónsson, 28.2.2014 kl. 21:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband