Íslandsmetin í veðrinu

Hér birtast veðurmet hvers mánaðar fyrir landið í heild en slík met fyrir einstakar veðurstöðvar eru birtar í annarri bloggfærslu. 

Hér er hægt að finna mesta og minnsta hita sem mælst hefur á landinu í hverjum mánuði, köldustu og hlýjustu mánuði á landinu í heild, votustu og þurrustu mánuði, mestu og minnstu úrkomu sem mælst hefur á hverri veðurstöð í mánuði hverjum, mestu sólarhringsúrkomu hvers mánaðar, mesta og minnsta loftþrýsting sem mælst hefur í hverjum mánuði og hæsta og lægsta mánaðarloftþrýsting yfir allt landið, mestu  snjódýpt sem skráð  hefur verið mánaðarlega og mestu og minnstu snjóhulu á landinu í heild, bæði í byggð og á fjöllum, fyrir hvern einasta mánuð. Auk þess er hægt að sjá frá 1949 daga með mesta og minnsta meðalhita á landinu í hverjum mánuði, mesta og minnsta meðalhámark og mesta og minnsta meðallágmark.

Á einstaka stað er reitur auður og hefur mér þá ekki enn tekist að grafa upp þær upplýsingar sem þar ættu að vera. Fyrir utan hinar hefðbundnu heimildir er hér mikið stuðst við bók Trausta Jónssonar, Veður á Íslandi í 100 ár, einkum hvað varðar heildarástand mánaða og ára og snjóhulan er tekin úr þessu smáriti.

Heimildir: Meteorologisk  Aarbog, 1872-1919, sem danska Veðurstofan gaf,  Íslenzk veðurfarsbók 1920-1923, sem Veðurfræðideild Löggildingarstofunnar í Reykjavík gaf út, Veðráttan, mánaðar-og ársyfirlit Veðurstofu Íslands frá 1924, og fyrir árin eftir 2002 voru notaðar  veðurfarsupplýsingar frá Veðurstofu Íslands á vefsetri hennar, http://www.vedur.is/vedurfar/yfirlit/ManArsgildi.html, auk þess og ekki síst: Veður á Íslandi í 100 ár, Reykjavík, 1993, eftir Trausta Jónsson og smárit hans: Langtímasveiflur I, snjóhula og snjókoma, sem Veðurstofan gaf út 2002. Sumar upplýsinggar hef ég fengið beint frá Veðurstofunni. Villur geta verið og eru þær á mína ábyrgð. 

 

    


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband