Grimmd og ódrengsskapur valdsins

Ég hef ekki haft mig neitt í frammi varðandi þetta lekamál en fylgst með umræðunni og alltaf haft nokkra samúð með innanríkisráðherra þrátt fyrir hennar mistök á ýmsum sviðum. Umræðan hefur vissulega á köflum verið hörð - reyndar á alla kanta - en líka oft og tíðum málefnaleg og ekki hörð. Ýmislegt kemur auðvitað fram um jafn mikið rætt málefni.

Þessi túlkun forsætisráðherra er hins vegar verulega hrollvekjandi í einsýni sinni og grimmileik.

Og allir ráðamenn og þeir sem að málinu hafa komið af valdsins hálfu hafa ekki einu sinni haft fyrir þvi að nefna nafn þess manns sem var eina fórnarlambið, Tony Osmos.

Það er óhugnanlegt að vita af valdinu svona algjörlega skeytingarlausu og virðingarlausu um venjulegt fólk. 

Forsætisráðherra er ekki þess verður að binda skóþveng Tony Osmos.

 


mbl.is Þjóðin læri af lekamálinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband