Veðurblogg fyrir Zou

Það er blessuð blíðan! Þetta veðurblogg er skrifað í snarheitum fyrir hana Zou, að hennar frómu ósk, til að beina athyglinni frá henni og öllum ösnunum hennar og kvikmyndahasarnum og öllum hennar pottréttum. Allt er það hrein hörmung og hvorki á það horfandi né hlustandi.

En nú ætla ég að arka í bæinn og leita að kærleikanum. Hann ku vera sterkasta aflið í alheiminum og hangir því örugglega á næsta horni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvar er þessi kærleikur. Það er von þú spyrjir Siggi minn. Ég hefi aldrei áttað mig á þessu ágæta hugtaki. Þessvegna skírskota ég hér til ágætis spakmælis sem kanske skýrir málið: Kærleikurinn er oft líkur grautnum; fyrstu skeiðarnar eru of heitar, en þær síðustu of kaldar.      Kveðja.

Þorkell Sigurjónsson (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 12:20

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Og þær í miðjunni?????

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 26.3.2007 kl. 15:11

3 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

HAHAHAHAHA... Þú ert nú meira fíflið ;) Glæsilegt veðurblogg þetta Sigurður!

gerður rósa gunnarsdóttir, 26.3.2007 kl. 15:37

4 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Ef þú finnur hann komdu þá með hann og kynntu hann fyrir mér.

Svava frá Strandbergi , 26.3.2007 kl. 16:33

5 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Þú mátt allavega eiga það Sigurður hvað þú ert duglegur að leita...leitar í næstum hverri færslu núna!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 26.3.2007 kl. 21:45

6 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Auðvitað læt ég vita þegar ég hef fundið fjandans kærleikann!

Sigurður Þór Guðjónsson, 26.3.2007 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband