Úrkoma í Reykjavík

Jón Þorsteinsson landlæknir byrjaði um mitt sumar 1829 að mæla úrkomu í Reykjavík, reyndar fyrst í Nesi á Seltjarnanesi en síðan við svonefnt "doktorshús" (sem ég man vel eftir) á Ránargötunni í Reykjavík og gerði svo fram í febrúar 1854. Niðurstöður mælinga hans eru taldar " mjög sannfærandi" miðað við úrkomutölur nútímans.

Aftur hófust úrkomumælingar í Reykjavík í nóvember 1884 og þá í umsjá dönsku veðurstofunnar. Mælingarnar féllu niður frá árinu 1911 en þá var úrkoma mæld á Vífilsstöðum til ársloka 1919.

Veðurstofan hóf síðan sínar mælingar í maí 1920. Hún hefur flækst nokkuð um bæinn og má sjá á á flipum á töflunum hér um úrkomuna hvar hún hefur verið á hverjum tíma.

Mánaðarúrkoma fyrir Vífilsstaði eru höfð með af því að þær eru einu tölurnar sem er að hafa á þeim árum af Reykjavíkursvæðinu. Hins vegar er þessi ár hér eyða hvað  mestu sólarhringsúrkomu hvers mánaðar varðar. Úrkoma er að jafnaði nokkru meiri á Vífilsstöðum en í Reykajvík.

Loks er hér fjöldi úrkomudaga frá þeim tíma er Veðurstofan tók til starfa.  

Tekið er fram að vetur er hér talin frá desember árið áður en ártalið á við og til mars það ár,  vor er apríl og maí, sumar frá júní til september og haust frá oktober til nóvember. Ársúrkoma er frá janúar til desember.     

Um úrkomu og úrkomumælingar almennt má lesa í þessu smáriti Trausta Jónssonar veðurfræðings.   

Heimildirnar eru þessar venjulegu sem ég er alltaf að vitna í, Danska veðurbókin til 1919, Íslenzk veðurfarsbók 1920-1923, Veðráttan frá 1924 og Veðurfarsyfirlit eftir 2005, en Jóns Þorsteinssonar úrfellið er tekið traustataki úr rtigerð Trausta Jónssonar: Aftur á bak frá Stykkishólmi. Veðurathuganir Jóns Þorsteinssonar landlæknis í Nesi og í Reykjavík. Smávegis er hér úr virðulegum leyndarskjölum frá Veðurstofunni.   

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband