Óviðeigandi brandari í dómkirkjunni

Í prédikun í dómkirkjunni sem var útvarpað fyrir hádegi varaði sr. Hjálmar Jónsson þjóðina við því að ofmetnast af velgengni sinni og sagði síðan orðrétt:

„... eða eins og nýi sjúklingurinn sem var sestur í afturhallandi stólinn hjá geðlækninum og læknirinn sagði: Ég þekki ekki þín vandamál þannig að það væri best að þú byrjaðir alveg á byrjuninni að segja mér hvað væri til erfiðleika í þínu lífi. Það er sjálfsagt, sagði sjúklingurinn, Þetta byrjaði allt með því að í upphafi skapaði ég himin og jörð.”   

Og það var hlegið í kirkjunni.

Þetta er reyndar hnyttinn brandari. En mér finnst hann samt ekki eiga erindi í svona ræðu, fremur til að segja í kunningjahópi eða lesa á bók eða í blaði heldur en í hátíðarræðu á þjóðhátíðardaginn sem útvarpað er til allrar þjóðarinnar.

Óneitanlega er þarna verið að hlægja á kostnað þeirra sem eiga við geðræn vandkvæði að etja. En það þætti ekki viðeigandi að láta menn hlægja á kostnað nýbúa, kvenna, múslima eða eiginlega hverra sem er á þessum degi og á þessum stað, í dómkirkjunni sjálfri. 

En það þykir víst allt í lagi að hlægja að "geðsjúklingunum", hvað þeir geti nú verið vitlausir. Þeir jafni sér meira að segja við sjálfan guð almáttugan. 

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Er þessi Hjálmar barasta ekki pokaprestur Siggi minn,  þannig að lítið mark er á honum takandi ?

Þorkell Sigurjónsson, 17.6.2007 kl. 18:37

2 Smámynd: Ósk Sigurðardóttir

Þetta var hnittinn brandari...en já, kannski ekki alveg politically correct ;) En það sem hann sr. Hjálmar Jónsson sagði; "varaði þjóðina við því að ofmetnast af velgengni sinni" finnst mér hinsvegar algjörlega viðeigandi. Horfi stundum á fréttir á netinu (þegar ég nenni) og hef tekið eftir því hversu oft Íslendingar þurfa að fá að vita hvað þeir séu nú frábærir og duglegir og hvort allir í heiminum viti nú ekki örugglega allt um Ísland! Um daginn var viðtal við formann Samskipa og annan daginn nýjan formann (eða e-ð álíka) Baugs. Fréttamennirnir höfðu varla um annað að spyrja en "finnst ekki Englendingum Íslendingar alveg frábærir" .. "finnst ekki Dönum Íslendingar vera æði" .. svona hélt þetta áfram.   Eru Íslendingar upp til hópa með svona svakalega lélegt sjálfstraust að þeir þurfa endalaust að fá viðurkenningu frá öðrum löndum? Svo  bætist auðvitað ofan á þetta allt saman mikilmennskubrjálæði !!!

Ein pirruð á vitleysunni á Fróni

Ósk Sigurðardóttir, 17.6.2007 kl. 18:55

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég tek mark á öllu fólki.

Sigurður Þór Guðjónsson, 17.6.2007 kl. 19:01

4 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Mér finnst þetta vera algjör skandall af séra Hjálmari að segja þennan brandara. Eða eins og þú segir hvað ef hann hefði fengið þjóðina til að hlægja á kostnað kvenna, nýbúa, eða annars þjóðfélagshóps og það á sjálfan þjóðhátíðardag okkar allra sem viljum teljast Íslendingar.

Svava frá Strandbergi , 17.6.2007 kl. 21:02

5 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Já, Svava. Ég er eiginlega sammála, þetta er í rauninni bara skandall að segja svona brandara í útvarpsmessu þennan dag. En menn ypta öxlum af því að það er þessi hópur, ef það hefðu verið þessir hópar sem ég minntist  á hefðu oðrið hávær mótmæli.  Maður er mest undrandi á því að manningum skyldi yfirleitt hafa dottið þetta í hug. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 17.6.2007 kl. 21:28

6 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Sammála Guðnýju Svövu.

Marta B Helgadóttir, 17.6.2007 kl. 23:11

7 identicon

Halló! halló!  Eru menn ekki óþarflega viðkvæmir.  Það er svo hollt að hlæja.  Og þetta er nú ekki neitt meinlegur brandari.  Alls ekki.  Reyndar tel ég nauðsynlegt að gera nett grín að hlutunum og sjá björtu hliðarnar á tilverunni.  Ekki hanga í því neikvæða.  Gleðilegan þjóðhátíðardag!

Auður (IP-tala skráð) 17.6.2007 kl. 23:18

8 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Sammála Sigurði. Ég sé lítið fyndið við brandara sem gerir grín að fólki sem á við geðræn veikindi að stríða. Passar alla vega mjög illa í útvarpsmessu.

Guðríður Haraldsdóttir, 17.6.2007 kl. 23:34

9 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það er ekki að hanga á því neikvæða að gera athugasemdir við þetta.

Sigurður Þór Guðjónsson, 17.6.2007 kl. 23:55

10 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Því miður umgangast sumir prestar þá sem eiga við geðræn vandamál að stríða sem miður heppilegar verur og gera gjarnan grín að, eins og sá mæti maður Hjálmar Jónsson gerði sig "sekan" um.

Sumir prestar hafa átt við áfengisvandamál að stríða og hafa því ekki úr háum söðli úr að falla, því hvað er áfengissýki annað en geðrænn kvilli?

Skyldu þeir næst taka gigtarsjúklinga fyrir eða fólk með elliglöp?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 17.6.2007 kl. 23:59

11 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Ja sumir geðsjúkir vita nú bara miklu meira um guð en Hjálmar Jónsson.Skyldi Hjálmar hafa reynt að beintengja sig við guð til að fá svör eins og sumir geðsjúkir hafa gert og gera enn.Og hver á svo að skilgreina þá tengingu geðlæknar eða prestar? Og hvað vita þeir svo sem meir um guðdóminn heldur en hinir geðveiku.Oft er sagt að línan milli snilli og geðveiki sé afar þunn og voru ekki einhverjir mestu spekingar heims einmitt meira og minna geðveikir?

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 18.6.2007 kl. 00:55

12 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Mikið vildi ég að svona mörg komment hefðu komið á færsluna um 17. júní veðrið!

Sigurður Þór Guðjónsson, 18.6.2007 kl. 01:12

13 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Ósmekklegur brandari hjá prestinum.

Kommentið hjá Úlfari Þór umhugsunarvert. 

Margrét St Hafsteinsdóttir, 18.6.2007 kl. 02:03

14 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

ég átti/á við ýmislegt að stríða og þurfti einu sinni að leggjast inn á bráðageðdeild en ekki tek ég þennan brandara nærri mér og mér finnst hann bara alveg frábær í alla staði

Guðríður Pétursdóttir, 18.6.2007 kl. 05:57

15 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er leitt, ef séra Hjálmar sé orðinn svo "politically correct", að hann fari með flím um Guð sjálfan. Takið eftir því, að hann taldi sér leyfast að koma með e.k. Dr. Freud-brandara, af því að hann setti skapara sinn á bekk skjólstæðingsins, eins og presti leyfist það, af því að þar fari "hans heimamaður". En þetta er að leggja nafn Guðs við hégóma. Ég held að þann góða mann Hjálmar iðri þessa.

Jón Valur Jensson, 18.6.2007 kl. 07:56

16 identicon

Ég held að þetta fari soldið öfugt ofan í ykkur,guð er örugglega húmoristi, við erum sköpuð í hans mynd.. so

Ef maður getur ekki hlegið að sjálfum sér ... well

DoctorE (IP-tala skráð) 18.6.2007 kl. 09:29

17 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Svona brandarar gera ekkert nema ýta undir fordóma í garð geðsjúkra, nógu mikið sem þeir eiga undir högg að sækja í þessu þjóðfélagi. Ég hló helling af Klepparabröndurum þegar ég var yngri, svo Pólverjabröndurum, Ljóskubröndurum ... en áttaði mig á því að þeir gerðu lítið úr viðkomandi og það er ekkert fyndið! Brandarinn hans Hjálmars var góður - en átti ekki heima í útvarpsmessu!

Guðríður Haraldsdóttir, 18.6.2007 kl. 09:45

18 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég hef sjálfur mikið gaman af flími hvers konar eins og menn kannski sjá á þessari síðu. Og síst af öllu vildi ég vera húmorslaus púritani. Þetta ER reyndar bráðfyndinn brandari. En ég er bara að benda á að þetta var kannski ekki rétti staðurinn og stundinn til að segja hann. Það má vel gera létt grín af öllum hópum í réttri umgjörð. Í þessum brandara ER verið að láta alla þjóðina á 17. júní hlægja á kostnað eins hóps, þeirra sem eiga við geðræna sjúkdóma að etja. Hefði þetta verið gert á skemmtikvöldi Öryrkjabandalagsins hefði það verið í fínu lagi og allir einmitt mikið hlegið. Skiljiði pointið? Á þessum degi eru allir sérlega viðkvæmir að vera dregnir út til að gera gys að þeim og ég endurtek enn og aftur að það hefði ekki verið vel séð ef fólk hefði verið látið hlægja á kostnað kvenna (þá hefði nú heyrst í Sóleyju og Önnu Katrínu), múslima (þá hefði heyrst í ýmsum), nýbúa (þá hefði heyrst í mörgum) eða kaþólikka (þá hefði nú Jón Valur tekið á honum stóra sínum). - En þegar um þennan hóp er að ræða heyrist bara í mér! Loks vil ég - sérvitringurinn með meiru - lýsa aftur yfir sárri hneykslan yfir kommentaleysi á veðurfærsluna miklu sem er miklu betri færsla en þetta brandarataut!   En þau komment verða að vera veðurfarslega korrekt og EKKERT GEÐVEIKISRUGL.  

Sigurður Þór Guðjónsson, 18.6.2007 kl. 10:01

19 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Sér er nú hver viðkvæmnin.  EMnn virðast ekki mega gera sprell hér á land og allir vilj vera PC Rétthugsunin er farin að ganga svo út í öfgar, að menn eru orðnig hrútleiðinlegir.

Fólk jesúsar sig af minnsta tilefni og gengur jafnvel svo langt, að börnum er bannað að syngja lagið tíu litlit negrastrákar, vegna þess, að textinn er ekki PC.

Fljótlega verður bannað að lesa söguna um Mjallhvít og dvergana sjö, þar sem lágvaxið fólk má ekki verða fyrir fordómum.

 Höldum í húmörinn.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 18.6.2007 kl. 10:26

20 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það er allt í lagi með húmorinn á þessari síðu eins og oft sést á henni. Það er ekki hægt að vísa þessu á bug með slíku.    

Sigurður Þór Guðjónsson, 18.6.2007 kl. 11:30

21 identicon

Já þetta er sniðugt. Hvernig er það ef maðurinn sem á í erfiðleikum á meðvitund sinni fer svo að gera grín að presti? Þ.e. fyrir að halda að hann hafi tengsl við sig?

"Ég, GUÐ veit ekkert hver þessi Hjálmar er!"

Sé í sjálfu sér ekki mikinn mun á þessum mönnum. Einn heldur hann sé Guð, hinn að hann hafi einhver spes tengsl við einhern Guð.

Hvort tveggja er bráðsniðugt og sýnir hvað við mannfólkið erum dásamleg kjánadýr og ímyndunarsjúk í eðli okkar. Um að gera grín að þessu, svona í góðu.

Kveðja Ólafur/veffari

PS Alltaf eithvað vesen að pósta hjá þér, Sigurður minn. Innskráning dugar ekki til. Greinilega einhver púki hér á ferð.

Veffari (IP-tala skráð) 18.6.2007 kl. 18:26

22 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Já, það er oft vesen á þessari síðu. Hún svarar ekki og klikar og lætur öllum illum látum. Er alltaf að kvarta á Mbl. en ekkert breytist samt.

Sigurður Þór Guðjónsson, 19.6.2007 kl. 00:08

23 Smámynd: Jón Valur Jensson

Bjarni minn, þú hlýtur þó að vera PC.

Jón Valur Jensson, 19.6.2007 kl. 00:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband