Konan ætti að kæra til siðanefndar lækna

Mér finnst að konan sem tekið var af þvagsýni á Selfossi eigi að kæra lækninn, sem var ábyrgur fyrir læknisfræðilega þættinum, fyrir siðanefnd lækna fyrir að hafa látið þetta viðgangast. Þetta er einmitt mál sem kemur inn á grundvallarspursmál um siðferðislegar skyldur lækna gagnvart þeim sem þeir gera á aðgerðir. Læknar eiga að halda sjálfstæði sínu í þeim efnum gagnvart yfirvöldum. Þeir eru ekki þjónar þeirra. Jafnvel þó þeim sé skipað að gera eitthvað með dómskúrskurði stendur það eftir  að þeim ber að taka á siðferðislega þættinum og óhlýnðast fyrirskipunum á þeim grundvelli ef því er að skipta, um sé t.d. að ræða niðurlægjandi og meiðandi aðgerð.  

Það er þá líka með ólíkindum að íslensk læknastétt láti það líðast umræðulaust að læknar taki  þvagsýni úr fólki sem yfirvöld svipta sjálfræði eingöngu til að koma fram vilja sínum að fá sýni sem sönnunargagn í umferðalagabroti þó læknar hafi neitað að gera aðgerðina meðan manneskjan hafði sjálfræði af því að hún neitaði því. En þetta hefur átt sér stað sagði yfirlæknir slysadeildar í tíufréttum sjónvarsins í kvöld. Ég undrast aðgangshörku yfirvalda að beita slíkum brögðum fremur en viðurlögum við óhlýðninni því sjálfsræðissvipting er ekki gamanmál og ætti ekki að beita nema í ýtrustu neyð og ég næ því bara ekki að læknasamfélagið láti slíkt líðast, að þeir geri ekki uppreisn gegn því hvað svona tilefni snertir.      

Ef þetta mál konunnar fer ekki fyrir siðanefnd  lækna fer gullið tækifæri forgörðum til að glíma við mikilvæg álitamál sem snerta undirstöðuatriði. 

Hættan af ölvunarakstri og hvernig taka ber á mótþróa gagnvart lögreglunni er svo annar handleggur en kemur ekki við þessum siðræna þætti er lýtur að samskiptum lækna við sjúklinga.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Ég þekki dæmi þar sem geðlæknir nauðgaði skjólstæðingi sínum í tilefnislausri kvöldvitjun hins fyrrnefnda á heimili ungu stúlkunnar. Hún safnaði kjarki eftir nokkurra ára þögn í niðurlægingu sinni, og setti sig í samband við landlækni. Hann kvatti hana til að kæra atvikið því hún væri ekki ein á báti, margar aðrar konur hefðu klagað viðkomandi lækni fyrir samskonar brot, en enginn þeirra væri tilbúin að mæta honum í réttarsal ásamt slyngum lögfræðingi, sem myndi benda á að þetta hefði auðvitað verið HENNI að kenna.

Unga konan þorði það ekki heldur, og geðlæknirinn er að mér best enn starfandi. Frétti allavega af honum í Noregi fyrir ekki svo mörgum árum síðan. Þessi kona á hrós skilið ef hún þorir að standa uppi í hárinu á þeim sem niðurlægðu hana með ónauðsynlegu ofbeldi. Alveg burtséð frá þeim glæp hennar að aka undir áhrifum áfengis. Hún fær sjálfsagt sína réttlátu refsingu fyrir hann "regardless".

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 22.8.2007 kl. 04:47

2 Smámynd: Hreiðar Eiríksson

Þú hreyfir athyglisverðum punkti, Sigurður.  Þetta er alveg viðbótarhlið á þessu máli.  Samkvæmt lögum er sérhver maður skyldur til að aðstoða lögregluna ef hann getur gert það sér að meinalausu enda fái hann fulla greiðslu fyrir.  Þessi regla getur stangast á við siðareglur lækna og annarra fagstétta.  Aðstoðarskylda sérfræðinganna við lögregluna er því ekki og getur ekki verið skilyrðislaus.  Þannig væri lækni t.d. heimilt að neita að pynta mann í haldi lögreglu eða aðstoða við slíkan verknað og lögfræðingi væri heimilt að neita að rjúfa þagnarskyldu við skjólstæðing sinn þótt lögregla krefðist þess að hann aðstoði hana með þeim hætti.

Ég tel því að auk þeirra atriða sem snúa að þvingunarheimildum lögreglu og meðalhófsreglum laga og hugsanlega þörf á dómsúrskurði þá leiði sú umræða ekki til lykta siðferðileg álitamál lækna og annarra sérfræðistétta. 

Hreiðar Eiríksson, 22.8.2007 kl. 11:16

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Menn verða að taka afleiðingum gerða sinna. Þess vegna er sjálfsagt að konan verði dæmd fyrir ölvunarakstur sem blóðsðyni, er tekið var, getur sannað alveg eitt og sér. En það er alveg óþolandi að svona aðgerð sem þvagsýnið var og aðstæðurnar í kringm það geti farið fram án þess sá sem gerði aðgerðina læknisfræðilega verði líka að horfast í augu við gerðir sínar og þær stéttir sem málið varðar, læknastéttin og í minna mæli lögfræðistéttin, ræði málið opinberlega en þegi bara ekki þunnu hljóði. En ætli það verðu nú samt ekki ofan á. Og ekki skrifar Mogginn leiðara um þetta!  Kannski skilur hann ekki að þetta er í eðli sínu stórmál.  

Sigurður Þór Guðjónsson, 22.8.2007 kl. 11:46

4 Smámynd: Óli Sveinbjörnss

Alveg er ég sammála þér Sigurður. ég hef fylgst með þessu máli frá útlöndum þar sem ég bý og þetta er eins og að lesa frétt frá einhverju mjög vanróuðu og óþroskuðu landi. Ég segi að það eigi að draga svona menn til ábyrgðar sem framfylgja svona aðferðum. Þetta er fáránlegt að þetta skuli gerast í landi þar sem baráttan við ófögnuð drykkjunnar er komin svona langt á veg. Ríkið heldur úti stofnunum og styrkjum til að berjast við brennivíns ófögnuðinn og gengur það vel að eftir er tekið í heiminum. Síðan koma svona menn og eru með svona framkvæmd á sjúklingum og brjóta á þeirra mannréttindum, þetta er alveg meðólíkindum. Þetta er ekkert öðruvísi en nauðgun eða þaðan að vera. Það er fáránlegt að halda því fram að blóðprufa dugi ekki. Ölvunar akstur er og verður alltaf erfiður viðureignar. Þar sem ég bý er að nást betri árangur með því að sektir eru svimandi háar, fangelsisvist, ökuleyfissvipting og endurupptaka á ökuleyfi og ökutæki eru gerð upptæk. Sem betur fer hugsar fólk sig aðeins um. Það hefur allavegana  mælst hér í þessu province hér í Kanada að ölvunarakstur hefur minnkað. Sammála þér Sigurður þetta á að vera prófmál og setja þessi mál á hærra þroskastig.

Óli Sveinbjörnss, 22.8.2007 kl. 14:27

5 identicon

En er þá ekki alveg jafn gott að sleppa þvagsýnatöku til að ákvarða ástand meintra afbrotarmanna ef þeir sem haga sér verst og sýna gríðarlegan mótþróa fá að sleppa.

Mér finnst þetta í fínu lagi enda þarf að taka á svona málum af festu.

Jóhann (IP-tala skráð) 22.8.2007 kl. 15:10

6 Smámynd: Grímur Kjartansson

Lögreglan yrðu því fengust ef ekki þyrfti að taka þvagsýni
en til þess að svo verði þá þarf að breyta lögunum.
Því það hafi fjöldi  drukkinna ökumanna sem hafa sloppið við refsingu
með því að fullyrða að þeir hafi hafið drykkju eftir að akstri lauk.Annars skil ég ekki hitann í þessari umræðu er þetta eitthvað merkilegra
 en þegar að tollverðir kafa uppí endagörnina á grunuðum smyglurum?

Grímur Kjartansson, 22.8.2007 kl. 21:38

7 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þetta mál virðist reyndar ekki allt það sem það sýndist eftir viðtalið í sjónvarpinu við lögmann konunnar. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 23.8.2007 kl. 00:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband