Metúrkoma í Stykkishólmi

Í morgun mældist sólarhringsúrkoman í Stykkishólmi 55,6 mm og er það mesta sólarhringsúrkoma sem þar hefur mælst í desember allt frá árinu 1856. Gamla metið var 45,7 mm 10. desember 1935. Meiri sólarhringsúrkoma hefur þó nokkrum sinnum mælst í Stykkishólmi í öðrum mánuðum.

Á Mjólkárvirkjun á Vestfjörðum kom einnig met fyrir desember,  73,8 mm, gamla metið var 53,9 mm frá þeim 29. 1989. Mælingar frá 1960.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Enda var rigningin líka all svakaleg... annað eins hef ég ekki séð alla mína stuttu lífstíð... þetta var með eindæmum ótrúlegt...

Óli Ingi (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 23:58

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Vildi benda þér á að Einar Sveinbjörnsson leggur út af færslunni þinni hér.

Lára Hanna Einarsdóttir, 19.12.2007 kl. 13:10

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Fylgist alltaf reglulega með bloggi Einars. Óþarfi að benda mér á það.

Sigurður Þór Guðjónsson, 19.12.2007 kl. 13:51

4 Smámynd: Svava frá Strandbergi

þú verður að halda áfram að blogga út af Mala. Ég vil fá reglulegar fréttir af honum. Svo er bloggið þitt  bara líka svo andskoti skemmtileg, að það slær öllum öðrum bloggum við.

Svava frá Strandbergi , 19.12.2007 kl. 14:50

5 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Bið forláts.

Lára Hanna Einarsdóttir, 19.12.2007 kl. 14:57

6 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Þú ert svo mikið hættur að það er ekki einu sinni hægt að gera athugasemd hjá þér. Ég geri það þá bara hérna: ekki hætta!

María Kristjánsdóttir, 19.12.2007 kl. 20:22

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband