Hlýjustu og köldustu dagar í desember

Í hlýjasta desember sem mældur hefur verið á Íslandi, árið 1933, komst hitinn þ. 3. upp í 16,6 stig á Hraunum í Fljótum, skammt frá Siglufirði. Þennan dag var ótrúlega flott hæð yfir sunnanverðum Norðurlöndum og lægð fyrir sunnan Grænland með bullandi sunnanátt á landinu. Þetta met stóð býsna lengi. Það var jafnað 1970 þ. 10. á Seyðisfirði og 1981 þ. 3. á Dalatanga. En það var ekki slegið fyrr en 1988 þegar hitinn fór í 18,0 stig  á Seyðisfirði þ. 14. Íslandsmetið í desember kom svo árið 1997  á Skjaldþingsstöðum í Vopnafirði 18,2 stig þ.14. Þann dag var líka mikil hæð yfir Norðurlöndum.     

Mesta frost í desember sem mælst hefur á landinu er -32,5 stig á Möðrudal á Fjöllum í desember 1917, kringum þann 10. Frostið hefur aðeins þrisvar í desember farið niður í 30 stig eða meira á Íslandi eftir 1880, alltaf í Möðrudal. Árið 1906 mældust slétt 30 stig en 1949 mældust -31,5 stig þ. 21. Tekið skal fram að þegar hér er fjallað um hlýjustu og köldustu daga í þessari mánaðarsyrpu er einungis, nema annað sé tekið fram, átt við það þegar mesti eða minnsti hiti á landinu hefur mælst á einhverri veðurstöð, en ekki köldustu og hlýjustu daga á landinu að meðaltali eða hve víða voru hörð frost eða miklir hitar. Á þessu tvennu getur verið nokkur munur.

Köldustu dagar á landinu frá 1949 að telja hvað meðalkulda varðar komu 14. og 18. desember 1973 og eru þeir í fimmta og sjötta sæti yfir köldustu daga yfir allt árið á þessum tíma. Sjá má kort frá hádegi þessa daga hér fyrir neðan ásamt nokkrum öðrum kortum fyrir þá daga sem hér er minnst á. Sum eru háloftakort í kringum 1400 og 5000 hæð og sýna hitann í háloftunum kringum landið og yfir því en líka veðrakerfin við jörð eins og þeir tíu veðurréttlátu munu kannast við sem lesið hafa fyrri pistla mína um mesta og minnsta hita hvers mánaðar.

Rslp19331203

1997-12-15_12

Rrea00119971215

Rrea00219971215

1973-12-14_12

Rrea00219731214

1973-12-18_12

Rrea00219731218


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband