Þunglyndislyf eru gagnslaus nema við alvarlegu þunglyndi

"Ný kynslóð af geðdeyfðarlyfjum á borð við Prozac og Seroxat hafa litla sem enga virkni fyrir það fólk sem notar þessi lyf. Í flestum tilvikum er jafngott að bryðja brjóstsykur." Svo segir í Frétt á Vísi is. Og ennfremur:  

"Vísindamenn við háskólann í Hull hafa komist að því að geðdeyfðarlyfin virka aðeins hjá þeim hvað alvarlegast þjást af geðdeyfð eða þunglyndi. Í flestum tilfella er virknin lítil sem engin.

Vísindamennirnir skoðuðu niðurstöður úr 47 klínískum rannsóknum sem gerðar voru áður en lyfin voru markaðssett. Þar á meðal voru niðurstöður rannsókna sem aldrei hafa verið birtar opinberlega áður en vísindamennirnir fengu aðgang að þeim í gegnum upplýsingalöggjöf Bandaríkjanna. Fram kemur að jafngóður árangur náðist meðal sjúklinga hvort sem þeir notuðu lyfin eða gervipillurnar sem gefnar voru til að fá samanburð á virkni lyfjanna."

Framleiðendur lyfjanna hafa auðvitað neitað þessu enda græða þeir óheyrilegar fúlgur á sölu þeirra.

Þessar upplýsingar koma reyndar heim og saman við álit margra þeirra sem gagnrýnt hafa skefjalausa notkun geðdeyfðar-eða þunglyndislyfja. 

Skyldu þessar fréttir hafa einhver áhrif á íslenska lækna sem skrifa í tonnatali lyfseðla fyrir þessum lyfjum til sjúklinga sinna en notkun þunglyndislyfja Íslendinga mun vera einhver sú mesta í heimi.

Þunglynd þjóð? Það hlýtur að vera. En hvernig er hægt að koma því heim og saman við að vera hamingjusamasta þjóð í heimi eins og einhverjar kannanir hafa leitt í ljós?

Fjósrugluð þjóð! 

Evróvisjón þjóð!!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Ekkert annað en samsæri gegn almenningi kemur upp í hugann - virkni þessara lyfja á það sammerkt að fletja út persónleika fólks. Það er umhugsunarvert þegar stór hluti samfélags byrjar daginn á því að sturta í sig geðdeyfðarlyfjum og einnig sá stöðugi áróður, sem rekinn er gegn náttúrulækningum af hálfu lækna- og lyfjafyrirtækja. (Ég teki lýsi á morgnana!).

Ásgeir Kristinn Lárusson, 26.2.2008 kl. 10:29

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Hvað er að vísindamönnum í Hull? Vildiðru að þeir væru í Grimsby? Ef niðurstöðurnar eru vel unnar skiptir ekki máli hvar þær fóru fram. Vísindaleg aðferð er alls staðar eins. Það er ekki hægt að vísa þessu á bug fyrirfram. Og það er full ástæða til að treysta ekki gagnrýnislaust samspili lækna og lyfjafyrirtækja. Í fyllstu alvöru. Margt veldur því, ekki síst óskamfeilin þrýstingur fyrirtækjanna sem erfitt er að varast og læknasamtök eru vel meðvituð um. Það er ekkert við þessa frétt sem segir fyrirfram að hún sé arfavitlaus. Hún er það hugsanlega. Já, hvaða rök eru fyrir því að lyfin virki bara á alvarlegt þunglyndi? Viltu ekki bíða með for-dómana þar til þú sérð þau rök. Eflaust koma þau fram í rannsóknarniðurstöðunum þó það komi ekki fram í fréttinni. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 26.2.2008 kl. 10:46

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þú leggur sem sagt til að þessu verði bara sópað undir teppið? Það er enginn að fæla fólk frá því að fá bata. Það er enginn bati EF lyfin virka ekki. Þegar búið er að sanna að tiltekið lyf virki ekki er heldur ekki lengur neinn vafi sem þarf að njóta sín. Frekari rannsóknir eru eflaust nauðsynlegar en það er ekki hægt að líta bara undan við svona rannsókn og láta sem ekkert hafi gerst. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 26.2.2008 kl. 11:04

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég skil alveg hvað þú ert að segja. Þú vilt láta læknana um þetta. En þeir framleiða ekki lyfin og ávísa ekki á gagnslaus lyf ef það skyldi verða raunin. Ef rannsóknin leiðir það í ljós mun það verða ofan á að lyfin verða ekki lengur notuð. Svo einfalt er það. Ég er heldur ekki að segja, svo það sé á hreinu, að ástandið, þunglyndi, sé ekki raunverulegt, en það er hins vegar málið að áhrif lyfjanna virðast ekki koma að gagni við að breyta því ástandi. Þetta mál með þessa rannsókn kemur því spurmálinu um fordóma ekki við. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 26.2.2008 kl. 11:40

5 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Því miður, Hallgerður, Þá tekur ekki öll íslenska þjóðin lýsi. Sérstaklega á það við um yngra fólk. Sama má segja um fiskneyslu almennt hjá þjóðinni. Samkv. heimilisbókhaldi, sem ég hef undri höndum (ekki mitt eigið!), frá 1942, þá kostaði kíló af þorski (hausaður) 55 aura, kíló af saltfisk 2 kr. og lítri af nýmjólk 92 aura!!! Sem sagt; rangt matarræði: líkamlegir og andlegir kvillar. Punktur og basta (pasta).

Ásgeir Kristinn Lárusson, 26.2.2008 kl. 11:42

6 identicon

Vildi benda á þetta. Ath semd varðandi það að treysta læknunum ? Það er einfaldlega ekki hægt að gera ef vel er að gáð með það sem þeir raunverulega vita !

http://simmi.blog.is/blog/simmi/entry/179941/

Geir Pétur (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 14:28

7 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Sumir "fagmenn" (ekki geðlæknar) virðast reyndar rugla saman depurð og þunglyndi og hafa í fúlustu alvöru bent illa höldnum þunglyndissjúklingum á gönguferðir, piparmyntute og slíkt sem hina einu, sönnu lausn. Þeim gengur eflaust gott eitt til en það ætti að vera millivegur og þetta álít ég skaðlegt mörgum. Er samt alveg sammála þér, Sigurður, held að þunglyndislyfjum sé ávísað í allt of miklu magni hér á landi. Það er eins og margir líti ekki á geðsveiflur hversdagsins, eins og sorg, kvíða og áhyggjur, sem eðlilegan þátt lífsins. Við þurfum ekki pillur við öllu, nema auðvitað þegar ástandið er hætt að vera innan eðlilegra marka.

Guðríður Haraldsdóttir, 26.2.2008 kl. 15:50

8 identicon

Ég verð þunglyndur af því að lesa þetta.

Steini Briem (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 16:12

9 identicon

Það virðist vera einhver misskilningur hér í gangi.

Rannsóknirnar sýndu að ekki var teljandi munur á  geðlyfjum og staðgengilslyfjum (placebo). Hvor tveggju virkuðu miklu betur, en að aðhafast ekki neitt. Því er það rétt að geðlyf virka. Það gera sykurhúðaðar töflur líka.

En lyfjafyrirtækin eru að selja heilbrigðiþjónustum rándýr lyf, sem virka álíka vel og sykurhúðaðar töflur.

Læknar vita sem er að geðlyfin virka. En þeir vita ekki að ef þeir hefðu óafvitandi gefið sykurpillur með sama viðmóti og trausti á varningi sínum, þá hefðu áhrifin á sjúklinginn orðið svipuð. Þetta sýndu rannsóknirnar.

Því kemur þetta ekki trausti á lækna við, heldur sviksemi alþjóðlegra lyfjafyrirtækja. 

Jóhann (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 17:46

10 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Hárrétt hjá þér Jóhann!

Sigurður Þór Guðjónsson, 26.2.2008 kl. 17:56

11 identicon

Það sem þessi frétt segir mér er að ávísun á þessi lyf er komin útfyrir allt sem getur talist vitrænt sem er kannski engin frétt.
Ef lyfjafyrirtæki segja satt með að þessir aðilar hafi ekki nema lítið brot af gögnum undir höndum þá er mjög varhugavert að slengja þessu svona fram, fólk hættir kannski umvörpum á lyfjum, meira að segja þeir sem mega það alls ekki, fréttin segir jú faktískt að þetta sé bara vondur brjóstsykur

DoctorE (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 20:50

12 identicon

Well Valdimar ef satt reynist að þetta sé bara eins og vondur brjóstsykur þá gerir þetta sama gagn og guð :)

DoctorE (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 10:20

13 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Guð getur nú líka verið alveg rótsterkur brjóstsykur. Suma rífur hann alveg niður í rassgat svo þeir verða eins og umskiptingar.

Sigurður Þór Guðjónsson, 27.2.2008 kl. 11:28

14 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Ég held það megi alveg skoða þessi mál nánar. Það þarf ekki annað en að horfa aðeins um öxl til að sjá að bestu fræðimenn og sérfræðingar hvers tíma hafa haft rangt fyrir sér, aftur og aftur. Trúa menn því kannski að upp sé runnið tímabil endanlegrar vitneskju?

gerður rósa gunnarsdóttir, 1.3.2008 kl. 17:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband