Mesti kuldi í mars

Langmesta frost sem mælst hefur á Íslandi í mars kom hinn alræmda mars 1881. Þá mældust -36,2 stig á Siglufirði. Kannski hefur mælirinn reyndar sýnt of mikið frost. Næst mesti kuldi í þessum mánuði var lesin á mæli í Grímsey, -30.0 stig þ. 22. Lesið hér um þann  kalda marsmánuð. 

Þrjátíu stiga frost í mars hefur einnig mælst í þessum marsmánuðum.

1882 -31,1 á Grímsstöðum.                            

1892 -33,2 í Möðrudal, líklega þ. 9.

1919 -31,5 í Möðrudal, líklega 4. eða 5.

1962  -33,2 í Möðrudal, þ. 15. Ekkert sérlega kalt loft var yfir landinu þennan dag og hafði verið mun kaldara nokkrum dögum fyrr í háloftunum en útgeislun var mikil. 

1969  -30,9 í Reykjahlíð við Mývatn, -30,0 á Grímsstöðum þ. 9.

1998 -31,2 í Reykjahlíð, þ. 7. Sama dag mældust -34,7 stig á sjálfvirku veðurstöðinni á Neslandatanga við Mývatn. 

Hér fyrir neðan má sjá veðurkort frá hádegi og auk þess kort sem sýna ástand mála í 850 og 500 hPa flötunum, í kringum 1400 og 5000 m hæð. Þar sést hitinn í þessum hæðum en einnig má átta sig á veðurkerfunum við jörð.

 1969-03-09_12

Rrea00119690309

Rrea00219690309

1998-03-07_12

Rrea00119980307

Rrea00219980307

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband