Hótanir og raunveruleiki

Geir Sigurðsson segir að hótanir um að þjóðir heims hætti við að senda lið á ólympíuleikana vegna Tíbets hafi engin áhrif á leiðtoga Kína. En ef ríki heims myndu í alvöru hætta við að senda fólk á leikana yrðu engir ólympíuleikar og smán kínverskra stjórnvalda yrði óumræðileg.

Boltinn er sem sagt hjá þjóðum heims. Þetta er fyrst og fremst siðferðilegt spursmál.

Jú, jú, ég veit að svona hugmyndir fara ekki vel í suma. En þetta er samt einfalt ráð sem myndi ganga upp. Án þátttakenda verða engir ólympíuleikar.    

Engu var reyndar líkara í Spegli Ríkisútvarpsins en Geir Sigurðsson, forstjóri Asíusetursins, talaði sem sérstakur fulltrúi kínverskra stjórnvalda á Íslandi. 

Aftur var Geir Sigurðsson að bera blak af kínverskum stjórnvöldum í Kastljósi og reyndi allt hvað af tók að gera tíbetska útlaga að ómerkingum. Er ríkisfjölmiðlunum algerlega ofviða að finna einhverja aðra en þennan eina og sama mann til að fjalla um málið? 

     


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband