Dómarar handbendi stjórnvalda

Það er óhugnanlegt, sem Kjartan Ólafsson hefur nú upplýst, að dómarar afgreiddu beiðnir stjórnvalda á kaldastríðsárunum um pólitískar símahleranir alveg sjálfvirkt og án þess að leggja nokkurt efnislegt mat á þær. Það er reyndar mótsögn í því þegar Kjartans segist bera fullt traust til dómara landsins þó þetta sýni einmitt að þeim var ekki treystandi. Þeir voru handbendi stjórnvalda. Og það eiga menn ekki að afsaka.

Einstaklingar eru á öllum tímum býsna varnarlausir gagnvart stjórnvöldum og menn eiga ekki að rétttlæta hleranir á kaldastríðsárunum með tilvísunum til pólitísks tíðaranda eins og allir keppast nú við að gera.

Má annars ekki birta nöfn þessara ístöðulausu dómara? Eru þeir alveg heilagir?  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband