Nú veit ég betur

Í fréttum sjónvarpsins var sagt frá því að leyfi hafi verið gefið í Englandi til að græða nýtt andlit á fólk sem misst hefur andlitið. Kastljós var svo að fjalla um tískumyndir af kvensum sem fótósjoppar hafa þurrkað út andlitið af og sett miklu fallegri mynd í staðinn. 

Í þessu sambandi get ég ómögulega þagað yfir einu. Systir mín hefur fundið vef á netinu þar sem maður getur sent inn myndir af sér og síðan finnur vefurinn einhverja heimsfræga fígúru sem á  að líkjast manni alveg óskaplega mikið. Systir mín plataði mig til að senda mynd af mér en ég er auðginntur mjög og leiðitamur. Síðan var tvífari  minn fundinn á augabragði. Og hvað haldiði? 

Ég er víst alveg eins og Cary Grant í framan. Í kvikmyndabiblíunni minni stendur að Cary hafi verið “tall, dark and terrible handsome” og ég hlýt þá að vera það líka. Og ég sem hafði alltaf  haldið að ég væri small, bright and terrible loathsome.

En nú veit ég sem sagt betur.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gvöð, ég missi bara andlitið við að lesa þetta!

Þórunn Hrefna (IP-tala skráð) 28.10.2006 kl. 22:12

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Æ, þar fór í verra! Þú verður þá víst að bera blæju það sem eftir eins og  múslimakvinna. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 31.10.2006 kl. 09:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband