Hroki vesturlandabúa er nú bara ekki normal

Nú eru menn á vesturlöndum rétt einu sinni æfir yfir því að það var austantjaldsþjóð, Rússar, sem fóru með sigur af hólmi í þessari Júrovisjón.  Og einhver bretabulla hvetur vesturlandaþjóðirnar til að hugsa sinn gang því þessi keppni snúist ekki lengur um tónlist heldur pólitík. Vesturlandaþjóðir  eigi ekki möguleika á sigri. 

Sú var tíðin að þessi keppni var algjörlega vesturlandamiðuð og vesturlönd fór þar af leiðandi alltaf með sigur af hólmi. En tímarnir breytast. Nú eru komnar til keppninnar margar þjóðir austur í Evrópu þar sem menningin er auðvitað öðru vísi en hjá okkur. Þess vegna eru minni líkur fyrir því að þjóð í V-Evrópu sigri.

Það er eftir hroka vesturlandabúa, með Breta, sem nú  urðu neðstir fremsta í flokki, að rjúka í fýlu og hóta því að hætta að keppa þó jákvæðar breytingar verði á Evrópu og þar með söngvakeppninni þar sem Bretar og örfáar aðrar lásí vesturlandaþjóðir höfðu áður menningarlega tögl og hagldirnar.

Það er eiginlega kórónan á lágkúrunni sem ríkir í þessari keppni að svona yfirlætisháttur vesturlandabúa skuli koma upp þegar kemur í ljós að þeir eru fullkomlega annars flokks í júrovísjón. 

Lengi getur samt vont versnað í lágkúrumálunum. Verður ekki næsta númer að þjóðirnar vestast í Evrópu, ásamt nortðurlandabúum, stofni til nýyrrar keppni!

Vestur-Evrópu söngvakeppninnar.  Ekki væru þá visjónirnar burðugar!


mbl.is Söngvakeppnin gekk fram af Sir Terry
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Loksins! Hugsandi Íslendingur með viti sem sér hvað þetta er hrokafull afstaða. Auðvitað er smekkur manna litaður af því hverjir menningarlegir nágrannar þeirra eru. Ég veit ekki betur en að Íslendingar sitji heima í stofu og bölvi Austur-Evrópusamstöðunni á meðan þeir hringja inn atkvæðin fyrir Danmörku, Noreg og Finnland. Bretar ættu að hætta að tuða og reyna frekar að þróa með sér metnað til að senda eitthvað sem þeim sjálfum finnst gott. Þá myndi kannski einhver kjósa þá! Ég púa á Vestróvisjón!

Bjartmar Þórðarson (IP-tala skráð) 25.5.2008 kl. 13:39

2 identicon

Ég get ekki verið sammála ykkur.

Ef danmörk, Noregur eða Finnland er með lélegt lag.. þá fá þau ekki athvæði frá okkur.

Ef skoðað er aðeins aftur í tíman þá getum við séð að við gefum austur-evrópulöndun há stig.. og jafnvel 10 og 12 stigin ef þau eiga þau virkilega skilið.

En þegar þú sérð nágrannalönd gefa lögum sem voru sungin fölsk og illa þá er það ekkert annað en pólitík.

Arnór (IP-tala skráð) 25.5.2008 kl. 14:05

3 Smámynd: Guðjón Ó.

Það virðist engin skilja hvernig löndin gefa stig í þessari keppni. Af hverju gáfu Írar t.d. Pólverjum 12 stig. Svarið er einfalt. Það eru hvergi í Evrópu hlutfallslega margir jafn margir Pólverjar og á Írlandi. Af hverju fengum við 12 stig frá Danmörku? Einfalt svar. Það eru svo margir Íslendingar í Danmörku. Þá er komið að gömlu Sovétríkjunum. Af hverju fengu Rússar 12 stig frá gömlu Sovétlýðveldunum? Einfalt svar. Það eru svo margir Rússar í þessum löndum t.d. eru 50% íbúar í Lettlandi Rússar og ekkert skrítið að Lettar gefi alltaf Rússum 12 stig. Af hverju fá Serbar nánast alltaf 12 stig frá nágrannalöndunum? Einfalt svar. Það eru svo margir Serbar í Svartfjallalandi, Króatíu, Bosníu, Makedóníu og Slóveníu. Og ekkert óeðlilegt við þetta. Við myndum gera það sama.

 Eina leiðin fyrir okkur íslendinga að fá fullt af stigum er að senda alla landsmenn til allra landanna í Evrópu og til að gefu okkur stig.

 Stigagjöfin hefur ekkert með samtekin ráð heldur þjóðflutninga sem áttu sér stað í Austur-Evrópu á 20. öldinni. Slíkar hreyingar átta ekki stað í V-Evrópu. Það eru t.d. ekki fullt af Bretum í öðrum Evrópu löndum. Þeir fengu þó stig frá Írlandi endi þó nokkuð margir Bretar þar.

Guðjón Ó., 25.5.2008 kl. 14:16

4 identicon

Arnór ...  austantjaldsþjóðirnar gáfu noregi helling af stigum. Þessar þjóðir kunna alveg að meta góð lög sem ekki eru frá nágrönnum þeirra!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 25.5.2008 kl. 14:22

5 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Galdrar: Ég jafna því ekki saman hve veðrið er áhugaverðara fyrirbæri en Júrovisjón!

Sigurður Þór Guðjónsson, 25.5.2008 kl. 16:47

6 Smámynd: Viðar Freyr Guðmundsson

Sammála, það er hrokafull afstaða að halda því fram að okkar tónlistarsmekkur sé sá eini rétti, og annarstaðar sé þetta bara klíkuskapur um að kjósa lög sem eru 'augljóslega leiðinleg'.

Ef við setjum okkur í þeirra spor, þá hljótum við að skilja, að þeim þykir tónlistin sem er í þeirra nánasta umhverfi vera besta tónlistin, alveg eins og við kokgleypum allt sem er matað ofan í okkur af íslensku útvarpsrásunum. 

Viðar Freyr Guðmundsson, 25.5.2008 kl. 16:50

7 Smámynd: halkatla

einu löndin sem áttu skilið að fá eitt einasta stig voru frá Balkanskaganum auðvitað, því hámenningarsvæði hinnar evrópskutónlistar bara því ver og miður, og það voru Serbía og Bosnía Herzegovina. Ég er búin að skrifa mjög lærða ritgerð um þetta annarsstaðar sem ætti að vera skyldulesning, humm, en hvað um það, íslendingar hefðu líka mátt fá stig því við erum svo frábær og æðisleg þó að eurovision sé ekki okkar sterkasta hlið. Tónlistin sem fer þangað er yfirleitt ekki góð og bara okkur til skammar, en núna eftir að keppnin hefur verið eyðilögð (ekki af löndunum sem taka þátt heldur fjöldanum) þá snýst keppnin meira um atriði og við vorum með virðulegt og hástílhreint atriði með óaðfinnanlegum söng. Innan um hórurnar og djöflana getum við vel við unað fyrir það. Ég á alfarið að sjá um að pæla í þessu því það er mjög hættulegt!

halkatla, 26.5.2008 kl. 01:40

8 Smámynd: halkatla

nú er ég annars að fara að blogga meira um eurovision á moggablogginu, rétt bráðum

halkatla, 26.5.2008 kl. 01:40

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Skrýtnar veðurfréttir hjá þér, félagi.

Jón Valur Jensson, 26.5.2008 kl. 02:51

10 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Veðrið er nú oft stórskrýtið og óútreiknanlegt Jón minn Valur! 

Sigurður Þór Guðjónsson, 26.5.2008 kl. 09:35

11 Smámynd: halkatla

og á síðan ekki að virða hið merka álit viðlits?

halkatla, 26.5.2008 kl. 12:14

12 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Hið merka álit er svo gagnmerkt að ég hef bara engu við það að bæta án þess að verða mér til ævarandi skammar með júrovisjónfávisku minni.

Sigurður Þór Guðjónsson, 26.5.2008 kl. 12:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband