Við dæmum alltaf aftur í tímann

Í morgunvaktinni sagði Sif Friðleifsdóttir alþingismaður um hleranirnar að erfitt væri að dæma svona aftur í tímann og það ætlaði hún ekki að gera. Hún sagði líka að þetta hefðu verið lögregluaðgerðir. Kristinn H. Gunnarsson rak það snarlega ofan í hana. Aðgerðirnar hefðu aðeins að forminu til verið lögregluaðgerðir en verið pólitískar fyrst og fremst. Það held ég að fáir efist nú um.

Sif þykist vera voða sanngjörn og víðsýn með því að segjast ekki taka þátt í að dæma aftur í tímann. Samt gerir hún það sjálf. Mat hennar á atburðum fylgir skoðun þeirra stjórnvalda sem létu hlera. Það er hennar "dómur" um atburðina. Að hún skuli ekki fatta það! 

Við erum alltaf að meta fortíðina, leggja "dóma" á hana. Sagnfræðin gengur t.d. út á það. Ekki gengur að leggja það út sem eitthvað ámælisvert eins og Sif gerir.

Í hleranamálinu hafa þær forsendur þegar komið fram í gögnum sem gera mönnum fært að leggja dóma á það að þær hafi verið vafasamar. Það felst í því að hleranabeiðnirnar voru oftast ekki rökstuddar og aldrei lagt á þær gagnrýnt mat af dómurum. Þær voru þess vegna gerræði en ekki viðunandi réttarríkisathöfn.

Þetta nægir alveg til að fordæma hleranirnar.

Það þarf virkilega stjórnmálenn til að láta sér yfirsjást þetta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Heyr, heyr.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.5.2008 kl. 13:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband