Við Mali erum orðnir frægir

Já, við Mali erum bara orðnir frægir um allt Ísland. Það er viðtal við okkur með mynd á bls. 2 í Mogganum í dag. Ansi tökum við okkur vel út, ekki síst monsjör Mali.

Ég var áðan úti á Seltjarnarnesi. Valhúsahæð er einhver besti útsýnisstaður á Reykjavíkursvæðinu. Yfir landinu er þessi blámóskulegi góðviðrisblær sem var svo áberandi í maí 1960. Eftir þann mánuð fór í hönd eitthvert blíðasta og sólríkasta sumar í manna minnum á suðurlandi. Kannski endurtekur  nú sagan sig.

Bæði þessi maí sem nú er að líða og hann Mali eru alveg til fyrirmyndar.

Mali tekur frama sínum af stillingu. Hann er líka afskaplega hógvær og í hjarta lítillátur - alveg eins og húsbóndi hans!     


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Til hamingju með þetta, ég myndi nú samt bíða með að kaupa stærra hús því ég held að allir séu hættir að lesa Moggann. Svo kannski eruð þið bara frægir á Hrafnistu.

S. Lúther Gestsson, 29.5.2008 kl. 19:53

2 Smámynd: halkatla

vá þið verðið flottastir!!! sem betur fer er mamma áskrifandi að mogganum um helgar svo að ég get skoðað þetta uppþotalaust... aðdáendur Mala ráða ekki við sig fyrir spenningnum

halkatla, 30.5.2008 kl. 14:40

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

S. Lúther. Ég skil nú ekki meininguna með svona illkvittinni athugasemd við saklausri gamansemi.

Sigurður Þór Guðjónsson, 30.5.2008 kl. 16:10

4 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Úpps. Mér fannst nefnilega færslan þín fyndinn og skemmtilega orðuð svo mér datt í hug að reyna að svara svona á gamansömum nótum líka.

S. Lúther Gestsson, 30.5.2008 kl. 18:43

5 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Jæja Lúther, fyrgefðu, þá hef ég verið of viðkvæmur eða nojaður - enda baðaður í frægðarljómanum! 

Sigurður Þór Guðjónsson, 30.5.2008 kl. 21:52

6 Smámynd: halkatla

ég missti af þessu, fór dagavillt einsog vanalega! vitsmunum er jú mjög misskipt, sorglegt en satt

halkatla, 1.6.2008 kl. 04:16

7 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Anna Karen þó! Þetta dugir ekki! Þú verður að sjá blaðið frá 29. maí á bókasafninu eða eitthvað. Mér finnst þessi glæsilega mynd af okkur Mala ekki vera orðin raunveruleiki fyrr en einmitt þú ert búinn að sjá hana. Ég kann ekki að taka þetta út úr blaðinu og senda þér. Kannski geta einhverjir vinir mínir samt gert það fyrir mig en það er ekki víst. En vitsmunir mínir höndla það ekki. Farðu á bókasafnið og ekkert múður með það!

Sigurður Þór Guðjónsson, 1.6.2008 kl. 12:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband