Leiðum þá til hjálpræðis!

Nú þarf bara að vinda bráðan bug að því að kristna þessa vesalings heiðingja svo þeir öðlist hið eina sanna hjálpræði Jesú Krists. Ó, hans blessaða síðusár! Það frelsar alla menn frá ljótri synd og argri villu.
mbl.is Myndir nást af óþekktum ættbálki í Brasilíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Eru þetta þínar nýjustu veðurfréttir, lagsi? En að gamni slepptu, hefurðu aldrei aldrei hugsað út í hitt, að Guð hafi leiðir til að bjóða í náð sinni gjafir og ávinning endurlausnarinnar þjóðum sem hafa ekki heyrt af Kristi? "Nafnlausan kristindóm" kallaði Karl Rahner það og byggði í þessu efni ekki á lakari arfleifð en t.d. frá Thómasi frá Aquino. Kynntu þér málið, Sigurður.

Jón Valur Jensson, 30.5.2008 kl. 13:09

2 identicon

Er þetta þá ekki kaþólski skilningurinn Jón Valur? Trúin ein bjargar samkvæmt Lúther.

Óli Gneisti (IP-tala skráð) 30.5.2008 kl. 13:13

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þetta er eiginlega bara vinarkveðja til þín og þú tókst líka við þér! En í alvöru talað: Þetta hlýtur að bylta lífi þessa ættflokks. Það er hætt við því að menn fari að nálgast þá og troða upp á þá nútímamenningu og rannsóknum mannfræðinga, trú og svo framvegis. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 30.5.2008 kl. 13:15

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég skil þig vel, Sigurður, en af því, sem Vesturlandamenn færa slíkum þjóðum, er vel boðuð og sönn trú á Krist með albeztu gjöfunum.

Gneisti, já, þetta er kaþólski skilningurinn. En hjálpræðið verður ekki án trúar í einhverjum skilningi, trúar/trausts á æðri mátt, bænar/óskar um liðveizlu hans (hvernig sem Hann fari að því; en í reynd er Kristur sá vegur hans, leið Guðs) og opnum hug//vilja til að fara að leiðsögn hans.

Jón Valur Jensson, 30.5.2008 kl. 14:05

5 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég býst við að þessi ættflokkur iðki einhverja trú. Vandinn byrjar þegar einhverjir sem þykjast eiga hina einu sáluhjálparlegu trú reyna að troða sinni trú upp á þá. Ég hugsa til þeirrar menningarlegu og félagslegu katastrófu fyrir þennan ættflokk með hryllingi, hvort sem þar fara kristnir menn, múslimar eða einhverjir aðrir. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 30.5.2008 kl. 14:24

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ertu að vitna í þann Aquinas, nafni, sem sagði eftirfarandi:

As regards the individual nature, woman is defective and misbegotten, for the active power of the male seed tends to the production of a perfect likeness in the masculine sex; while the production of a woman comes from defect in the active power.

Og þessa skemmtilegu setningu:

Beware of the person of one book.

Eða:

If forgers and malefactors are put to death by the secular power, there is much more reason for excommunicating and even putting to death one convicted of heresy.

Ekki Skrítið að þú dáir hann, þótt þú sért maður einnar bókar.

Marteinn okkar Lúter:

"Be a sinner and sin strongly, but more strongly have faith and rejoice in Christ."

"Faith must trample under foot all reason, sense, and understanding."

"Reason is a whore, the greatest enemy that faith has."

Raunar allt mjög Kaþólskt í anda og því illskiljanlegt að Lúter skuli enn bannfærður af Páfa, sem þverneitar enn að aflétta því. Merkilegt einnig að Lúterska kirkjan í því ljósi, skuli bjóða Kaþólskuni að nota Krikjur sínar.

Annars varðandi trúboð og efni greinarinnar:

Það er skiljanlegt að kirkjan sæki þangað, sem algert þekkingarleysi ríkir eins og í saklaus og hrein smábörn og frumstæða þjóðflokka.  Það er jú mikilvægt að ná til þeirra áður en heilbrigð skynsemi nær að festa rætur. Er einhver önnur ástæða fyrir áheslunni á þessa markhópa nafni?

Jón Steinar Ragnarsson, 30.5.2008 kl. 14:57

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þessi vísun í "opinn hug" hjá þér Jón er einnig mög tvafasöm og víst að kristnin leyfir ekki nema glufu í þann enda, sem að henni snýr, eins og sjá má t.d. af orðum Lúters hér að ofan, nú eða viðhorfi þínu til ótrúklyfjaðra.

Jón Steinar Ragnarsson, 30.5.2008 kl. 15:04

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta er fín tilvitnun líka Rafn:

...ég, Drottinn Guð þinn, er vandlátur Guð, sem vitja misgjörða feðranna á börnunum, já í þriðja og fjórða lið, þeirra sem mig hata,... (2Mós 20.5)

Og til staðfestingar þessu að börn eigi að líða fyrir syndir feðranna, þá stendur þetta í trúarjátningu hinnar Lútersku Íslensku kirkju:

Eftir fall Adams fæðast allir menn, sem getnir eru á eðlilegan hátt, með synd, en það merkir án guðsótta, án guðstrausts og með girnd. Þessi upprunasjúkdómur eða spilling er raunveruleg synd, sem dæmir seka og steypir í eilífa glötun þeim sem ekki endurfæðast fyrir skírn og heilagan anda.

Semsagt, bara þeir sem eru eingetnir og hafa ekki orðið til fyrir eðlileg náttúrueg vessaskipti skulu undir þennan dóm felldir syndugir án undantekningar. Skil því ekki til hvers trúboð á að hafa eitthvað upp á sig.

Maður deilir ekki við almáttugann. Og þegar ég minnist á það...Skyldi guð geta gert svo þungan stein að hann geti ekki lyft honum?

Jón Steinar Ragnarsson, 30.5.2008 kl. 18:31

9 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Kostirnir eru ekki margir. Maður verður að segjast vera í liðinu og láta skvetta á sig vatni til að eiga séns, en það er þó ekki algilt að það dugi samkvæmt t.d. orðum Lúters og raunar bókarinnar líka. Ef þú hendir ekki allri skynsemi og rökhyggju út um gluggann, þá ertu búinn að vera.

Úff...

Jón Steinar Ragnarsson, 30.5.2008 kl. 18:34

10 identicon

Ef að þetta er ekki sviðsett þá skal ég hundur heita.

Rigor (IP-tala skráð) 30.5.2008 kl. 19:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband