Dómsmálaráðherra frammi fyrir staðreyndum

Dómsmálaráðherra hampaði á bloggsíðu sinni ónákvæmri frétt þess efnis að flóttamenn frá Keníu þekktust ekki utan einn. Nú hefur Jón Bragi í Svíþjóð sent mér sem athugasemd á mína síðu með opinberri tölfræði frá Svíþjóð sem sýnir svart á hvítu að í fyrra, hvað þá eftir rósturnar á þessu ári, leitaði 31 flóttamaður hælis í landinu.  

Þetta eru staðreyndir. Þær sýna, með mörgu öðru, að umrædd frétt stenst ekki.

Dómsmálaráðherra notaði hana samt til að verja málstað sinn um að ekkert athugavert hefði verið að víkja Paul Ramses úr landi. Kannski hefur hann trúað henni eins og saklaus drengur.

Nú geri ég þá ráð fyrir að Björn hampi þessum óræku staðreyndum um flóttamenn í Svíþjóð á bloggsíðu sinni til að draga úr þeim áhrifum sem tilvísunin til hinnar ónákvæmu fréttar á síðu hans um flóttamenn frá Kenía kann að hafa valdið meðal lesenda hans.

Ekki trúi ég að ráðherra i ríkisstjórn Íslands vilji leiða almenning á villigötur um mál sem nú er eitt af þeim sem mest er rætt.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband