Nauðganir og fyllirí

Ég þarf varla að taka það fram að ég hef andstyggð á nauðgunum og öllu kynferðislegu ofbeldi. Um það hef ég skrifað meira og byrjaði á því  fyrr en flestir aðrir. En ég hef líka verið án áfengis í 28 ár. Ruglheiminn þekkti ég vel og þekki enn að vissu marki. 

Um hverja verslunarmannahelgi kemur upp umræða um stelpur sem drekka sig út úr fullar og eru þá auðveld bráð fyrir nauðgara. Það er hamrað á því án nokkurra tilbrigða ár eftir ár að nauðgun sé alltaf á ábyrgð nauðgarans en aldrei á ábyrgð þolandans.

Það er auðvitað alveg rétt. Að nauðga stelpu sem er í áfengisdái er óafsakanlegt, níðingslegt og löðurmannlegt framferði.

Samt sem áður finst mér að það eigi líka að hamra á því að enginn eigi að drekka sig ofurölvi. Og ég held því ákveðið fram að hver einstaklingur beri ábyrgð á sjálfum sér og þá ábyrgð megi aldrei frá honum taka. Þess vegna ber sú manneskja (karl eða klona) sem kemur sér í varnarlaust ástand vegna neyslu áfengis eða annarra vímuefna vissa ábyrgð á því sem yfir hana dynur í því ástandi, hvort sem það er stolið frá henni, henni er nauðgað eða það er hreinlega mígið yfir hana sem sumir hafa gaman af að gera við fólk í áfengisdauða í háðungarskyni.

Ástand ofurölvi manneskju tekur ekki ábyrgðina frá nauðgaranum og þjófnum. En ég er yfir mig hneykslaður yfir þeim lélega áfengismórall sem ríkir í landinu og kemur fram í því að margir hálfpartinn sætta sig við það að þeir sem drekka frá sér vit og rænu beri EKKI  LÍKA vissa ábyrgð á því sem yfir þá gengur í því ástandi. Hún hefur ekki gát á sjálfri sér. Og þeir sem hafa ekki gát á sjálfum sér kalla yfir sig ógæfu. Þetta ætti að vera einfalt mál. En á dögum rétttrúnaðar er það allt í einu gert flókið.

Við eigum að bera virðingu fyrir okkur sjálfum og aldrei koma okkur í það ástand sem býður niðurlægingu heim. Það á að hamra á því fyrir hverja verslunarmannahelgi.

Það er uppgjöf fyrir vímuefnunum ef svo er litið á að öfurölvi manneskja beri ekki ábyrgð á sjálfri sér og geti ekki að vissu leyti sjálfri sér um kennt hvað yfir hana gengur.

En það tekur ekki ábyrgðina og vanvirðuna af þeim sem nýta sér slíkt ástand.  

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En hvað með lagið Sigurður.. sáttur við það eins og ég.

Ég verð að koma bibíufræðum að eins og mér er svo tamt.
Biblían segir konu seka ef henni er nauðgað og hún öskrar ekki nægilega hátt á hjálp.... þannig að samkvæmt biblíu þá er ofurölvi kona líka sek

Annars er ég hættur að nenna að drekka, ég hef ekki fengið mér neitt í óratíma.

DoctorE (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 13:50

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Lagið þekki ég ekki og heldur ekki textann. Ég segi ekki að ofurölvi manneskja sé sek. En hún getur sjálfri sér að nokkru leyti um kennt. Hún kom sér sjálf í varnarlaust ástand, það var ekki slys. Það er ekkert vit í því að halda öðru fram ef við meinum eitthvað með tali um að við berum ábyrgð á okkur. En það tekur ekki glæpinn af hinum seka. Ég bið menn að misskilja ekki það sem ég er að segja. Ég er halda fram, mjög ákveðið, nauðsyn sjáfsvirðingar og sjálfstjórnar og þeirri hugsun að þeir sem eru í vímu beri ábyrgð.  

Sigurður Þór Guðjónsson, 31.7.2008 kl. 13:59

3 identicon

Ég var ekkert að misskilja þig... ég tel reyndar ofurölvi manneskju ekki seka, ég bara verð að vísa allri sök á gerandan sem nýtir sér ástand einhvers.

Ég tel samt að ofurölvi manneskju sem veldur slysi eða eitthvað algerlega seka

DoctorE (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 14:10

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Sökin er nauðgarns. En ég held því samt sem áður fram að menn sem drekka sig ofurölvi geti sjálfum sér um kennt og það sá rangt að líta undan því.

Sigurður Þór Guðjónsson, 31.7.2008 kl. 14:23

5 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Já, mér finnst það vera eins konar dekur við vímuefnin ef við gerum það ekki og röng skilaboð varðandi umgengini við þau.

Sigurður Þór Guðjónsson, 31.7.2008 kl. 14:25

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Áfengisdýrkunin í þessu þjóðfélagi nær alltaf hámarki á þessum tíma.

Afleiðingarnar eru eftir því.

En nauðgarinn ber auðvitað ábyrgðina.  Ekki spurning.

Jenný Anna Baldursdóttir, 31.7.2008 kl. 16:04

7 Smámynd: Júlíus Valsson

Heir! Heir! Sigurður.
Hvernig heldur þú að ástandið verði hér á landi ef menn fara að selja vímuefni í matvörubúðum? Það er nógu slæmt fyrir og fer versnandi.

Júlíus Valsson, 31.7.2008 kl. 16:06

8 identicon

Bottomlænið er að ekkert afsakar gjörðir nauðgara eða dregur úr ábyrgð hans. Auðvitað ber ofurölvi manneskja ábyrgð á því að hafa komið sér í það ástand sem hún er, en það er hins vegar ekki hægt að tala um að hún beri hluta ábyrgðarinnar á nauðgun á sér nema það gefi til kynna að ábyrgð gerandans sé minni sem því nemur.

Semsagt, nauðgari ber 100 prósent ábyrgð. Það að fórnarlambið sé ofurölvi minnkar þessa prósentu ekki neitt.

Hildur (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 16:09

9 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Hildur. Ég held þú náir þessu ekki. Ekkert minnkar sök nauðgarans. Hann ber hana 100 próseent. n það má ætlast til þess að menn beri vissa lágmarksábyrgð á sjálfu sér. Menn geta t.d. orðið úti vegna övlvunar, eigum þeirra stolið og hvað sem er. Það á alls ekkl að gera lítið úr þeirri ábyrð eins og svo margir virðasty gera þgar rætt er um fylleríisnauðganir og verða jafnvel reiðir og allt þetta.      

Sigurður Þór Guðjónsson, 31.7.2008 kl. 16:13

10 identicon

Jú ég næ þessu alveg. Það er hægt að verða sér að voða á ýmsan hátt undir áhrifum áfengis. Til dæmis er hægt að slasa sig alvarlega já eða verða úti og ef það gerist ber maður vissulega sjálfur ábyrgð.

Það er góðra gjalda vert að brýna fyrir fólki að drekka ekki úr sér allt vit. En það þýðir ekki að fólk hafi ekki fullan rétt á að reiðast yfir fyllerísnauðgunum og áfellast nauðgara fyrir að notfæra sér ástand ofurölvi fólks. Þú viðurkennir það öðrum þræði, en talar jafnframt um ábyrgð ofurölvi þolenda. Ef þolandinn ber einhverja ábyrgð sökum áfengisvímu, deilir hún henni þá ekki með geranda? Hvernig skiptist 100 prósent ábyrgð niður á nauðgara annars vegar og ölvaðan þolanda hins vegar?

Hildur (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 16:23

11 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Eg var svo ekki að segja að ekki sé fyllilega réttmætt að reiðast yfir fylleríunauðgunum. Menn eiga ekki að ná upp í nefið á sér fyrir reiði. En mér finnst að mætti alveg skapast sá mórall að menn reiðist yfir þessu stjórnlausa drykkjuskap sem fylgir öllum útihátíðhöldum. Auðvitað ber fólk ábyrgð á sjálfu sér að koma sér ekki í bjargarlaust ástand. Ég er ekki að draga úr ábyrgð nauðgarans í þessu dæmi en ég bæti við að menn eiga ekki að fara sér að voða með drykkjuskap. Sé ekki annað en við séum þá sammála.

Sigurður Þór Guðjónsson, 31.7.2008 kl. 16:57

12 Smámynd: halkatla

gerandinn er líka örugglega oft dauðadrukkinn - dauðadrukkið fólk er bara sorglegt nema það eigi góða að sem eru aðeins minna drukknir, það er best ef fólk er vakandi fyrir því í hvernig ástandi fólkið í kringum það er - þeir sem geta.

halkatla, 31.7.2008 kl. 18:52

13 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þetta er það sem ég er að reyna að segja á minn klaufalega hátt: Ef skapaðist ærlegur áfengismórall í landinu myndu nauðganir leggjast af að mestu á útihátíðium. En það yrðu kannski smávegis þrumur og eldingar sums staðar!

Sigurður Þór Guðjónsson, 31.7.2008 kl. 19:19

14 identicon

Ég er alveg sammála því að það sé full ástæða til þess að mæla fyrir betri áfengismóral og að það borgi sig að halda sig við meðvitund.

Það er bara sér-umræða. Ég efast um að með betri áfengismóral myndu nauðganir leggjast af að mestu á útihátíðum.

Hildur (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 10:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband