Skáldskapur og veruleiki

Ég undra mig alltaf á því hvernig í ósköpunum stendur á því að skáldskapur, lýsingar í skáldsögum, er oft talinn vera vitnisburður um staðreyndir. Lýsingar Solsenítsjíns á gúlaginu voru skáldskapur í skáldsögum. Samt eru þær taldar vera óyggjandi vitnisburður um veruleikann.  

Nú er ég ekki að segja að gúlagið hafi ekki verið slæmt, aðeins að lýsa yfir furðu minni á þeirri stöðugu áráttu manna að taka vitnisburð skáldskapar sem raunveruleika og það gildir ekki bara um verk Solsenítsjíns.   

Ég held að skáld séu einhver lélegustu vitni um raunveruleikann, atburði og staðreyndir, sem hugsast getur. Þau skálda svo skrambi mikið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Já og hvers vegna er fólk að mála  landslag þegar það getur tekið ljósmyndir af því? En samt mundu sumir segja að verið sé að fanga það sem ekki verður á ljósmynd fest eða með raunsannri lýsingu lýst, en engu að síður mikilvægur hluti af raunveruleikanum.

Svanur Gísli Þorkelsson, 6.8.2008 kl. 19:41

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Solsenítsjín (af hverju er þetta nafn alltaf stafsett á ensku í blöðunum) skrifaði reyndar mikið dokúmetarit um gúlagið en hann hefði ekki orðið frægur fyrir það, bara skáldsögurnar.

Sigurður Þór Guðjónsson, 7.8.2008 kl. 12:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband